Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 105
Enginn maður hafði jafnmikil áhrif á Tryggva og
Jón forseti, enda unni hann engum manni meira en
honum. Það var fyrst og fremst verk Tryggva, er
Alþingi keypti bóka- og handritasafn Jóns, en þar
með var eigi aðeins leyst á sæmilegan hátt úr fjár-
hagslegum vandkvæðum Jóns, er þá var kominn að
fótum fram, heldur var ómetanlegum verðmætum
bjargað. Fullyrða má, að ef Tryggva hefði ekki við
notið, hefði viðskilnaður þessa mesta sonar þjóðar
vorrar dapurlegri orðið. Hann annaðist útför þeirra
hjóna i Kaupmannahöfn, safnaði miklu af eftirlátnum
eigum þeirra af uppboði og gaf landinu. Hann annað-
ist enn gerð minnisvarðans, sem þeim Jóni og Ingi-
björgu konu hans var reistur i Reykjavíkurkirkju-
garði. Og þegar að þvi kom að reisa Jóni annan veg-
legra minnisvarða á hundrað ára afmælinu 1911, veitti
Tryggvi þvi máli forstöðu. Sjálfur taldi hann afskipti
sín af málum Jóns Sigurðssonar bezta verk sitt, og
má svo vera.
XV.
Tvennt var Tryggva Gunnarssyni í rikum mæli
gefið: næmleiki fyrir fegurð náttúrunnar og samúð
með dýrum. Hvort tveggja þetta ætla ég, að hann
hafi drukkið inn með móðurmjólkinni og uppvext-
inum á einu hinu fegursta og indælasta sveitasetri
þessa lands, Laufási. Nokkuð má marka anda þann,
sem þarna ríkti i bernsku og æsku Tryggva, á því, að á
þeim árum tólcst föður hans að koma þar upp æðar-
varpi, svo að þar sem nokkrar æður urpu á strjálingi
um 1830, var tala hreiðranna á 3. þúsundi 1854. Á
búskaparárum sinum átti Tryggvi hesta góða og var
mikill hestamaður. Þurfti hann og síðar mjög á því
að halda. Jafnan fór hann vel með hestana og lét
sér annt um þá. Á þeim árum þótti ekki tiltökumál,
þótt fjárfellir yrði. Slikt var altítt. Gegn þessum
háskalega ósið barðist Tryggvi kappsamlega og gerði,
(103)