Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 80
Selfossi. Þar var unnið að kirkjusmið, og stækkun
barnaskólans var lokið. Hafin var endurbygging
Mjólkurbús Flóamanna, og unniS var aS byggingu
verlcstæSishúss Kaupfélags Árnesinga. Hafin var gerS
sundlaugar á Selfossi. UnniS var aS ýmsum fram-
kvæmdum i skólahverfinu á Laugarvatni. Skálholts-
kirkja var flutt úr staS og grunnurinn rannsakaSur
meS uppgrefti. Hafinn var undirbúningur aS bygg-
ingu vandaSrar kirkju í Skálholti. UnniS var aS bygg-
ingu félagsheimilis á FlúSum í Hrunamannahreppi.
LokiS var byggingu fjárréttar hjá Hruna, og rúmar
hún 15,000 fjár. í Þykkvabæ var byggS kartöflu-
geymsla, sem rúmar 7,000 tunnur af kartöflum. UnniS
var aS byggingu verzlunarhúss á Hellu. Hafin var
bygging félagsheimilis á Hvolsvelli. LokiS var bygg-
ingu félagsheimilis Vestur-Landeyinga í Akurey, og
unniS var aS smíS félagsheimilis Austur-Landeyinga
á SkíSbakka. LokiS var smiS SkagfjörSsskála, sælu-
húss FerSafélags íslands, á Þórsmörk. LokiS var
byggingu barnaskólahúss á Seljalandi í Eyjafjalla-
sveit. Hafin var bygging mikils fiskiSjuvers i Vest-
mannaeyjum, og ný beinamjölsverksmiSja tók til
starfa þar. UnniS var aS byggingu húss Útvegsbanka
Islands i Vestmannaeyjum. Þar var og unniS aS þvi
aS fullgera gagnfræSaskólahúsiS. UnniS var aS bygg-
ingu slátur- og frystihúss í Vík í Mýrdal. Hofskirkja
i Öræfum var endurbyggS. UnniS var aS byggingu
vöruhúss i Öræfum. MikiS var um framkvæmdir í
Höfn i HornafirSi. Þar var unniS aS byggingu félags-
heimilis og smiS stórhýsis Kaupfélags Austur-Skaft-
fellinga. 2. ágúst var aS tilhlutun Flugmálafélags
íslands afhjúpaS minnismerki i HornafirSi til minn-
ingar um þaS, aS þá voru 30 ár liSin, frá þvi er fyrsta
flugvélin flaug til íslands frá útlöndum, en hún lenti
í HornafirSi. Var Eric Nelson, sá er stjórnaSi flug-
vélinni 1924, viSstaddur athöfnina. UnniS var aS
byggingu radarstöSva á Stokksnesi.
(78)