Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 92
Skekkja mat okkar á starfi og stríði undanfarinna
kynslóða, varpa lítilsvirðingu eða hulu algers kæru-
leysis yfir verk og minningu þeirra manna, sem vörðu
ævistarfi sínu til þess að þoka þjóðinni fram á við i
öllum efnum — og vannst furðanlega, þótt ekki ætti
þeir kost þvílíkra úrræða og tækja, sem nú eru
hverjum manni í lófa lagin og fást fyrir peninga.
V.
Tryggvi Gunnarsson óx til þroska á þvi skeiði 19.
aldarinnar, sem einna hagstæðast var og árbezt. Hann
byrjar búskap sinn vorið 1859, að loknum harðasta
vetri, sem gengið hafði yfir Norðurland i marga ára-
tugi. Með þvi ári hefst hin mesta óöld í árferði um
30 ára skeið, svo að óvist er, hvort nokkru sinni
hefur fastar sorfið að þjóðinni af völdum harðæris.
Þetta urðu reynsluár Tryggva. Margt orkar á ein-
staklingana á göngu þeirra frá vöggu til grafar. Mér
virðist ljóst, að mestu varði um áhrifin, sem mann-
inum mæta á uppvaxtarárum hans, fram til þess er
hann er fullþroska, meðan hann er næmastur fyrir
og eigi fullráðinn. Það, sem yfir gengur á þroska-
aldrinum, hlýtur að visu að hafa sín áhrif, en þeim
áhrifum eru að nokkru takmörk sett af manninum
sjálfum, reynslu hans, vitsmunum og þekkingu. Þetta
á fullkomlega við um Tryggva Gunnarsson. Hann
var maður bráðþroska, fullger um tvitugt. Og þó hann
væri aðeins 24 ára gamall 1859 og ætti síðan löngum
við að striða margs konar örðugleika umfram flesta
samtíðarmenn sina, er það kom i hans hlut að verða
einn helzti forsjármaður þorra bænda á Norð-
austurlandi, þar sem mest reyndi á vegna hallærisins
fram undir 1890, bar hann alla tið í brjósti furðu-
mikið af yl, vongleði og baráttukjarki, sem einkenndi
þjóðlif vort í mörgum stöðum og eigi sízt nyrðra á
æskuárum hans, frá þvi upp úr 1840 og fram um 1860.
Ég þarf ekki að taka það fram, að hér á Tryggvi
(90)