Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 78
þurrkaður saltfiskur fyrir 57,2 millj. kr. (árið áður
61,6 millj. kr.), saltsild fyrir 55,3 millj. kr. (árið áður
73.1 millj. kr.), fiskmjöl fyrir 55,2 millj. kr. (árið
áður 35,7 milij. kr.), þorskalýsi fyrir 40 millj. kr. (árið
áður 45,6 millj. kr.), síldarlýsi fyrir 16,8 millj. kr.
(árið áður 12,3 millj. kr.), ísfiskur fyrir 13,4 millj. kr.
(árið áður 8,8 millj. kr.), karfamjöl fyrir 11,9 millj.
kr. (árið áður 5,4 millj. kr.), karfalýsi fyrir 8,1 millj.
kr. (árið áður 5 millj. kr.), söltuð matarhrogn fyrir
8 millj. kr. (árið áður 6,5 millj. kr.), hvallýsi fyrir
7.3 millj. kr. (árið áður 6 millj. kr.), sildarmjöl fyrir
6.3 millj. kr. (árið áður 8,8 millj. kr.), söltuð þunn-
ildi fyrir 5,3 millj. kr. (árið áður 3,3 millj. kr.), hval-
kjöt fyrir 3,2 millj. kr. (árið áður 4,8 millj. kr.), freð-
síld fyrir 3 millj. kr. (árið áður 10,2 millj. kr.), fryst
hrogn fyrir 2,7 millj. kr. (árið áður 2,3 millj. kr.),
söltuð beituhrogn fyrir 2,6 millj. kr. (árið' áður 1,2
millj. kr.), hvalmjöl fyrir 1,6 millj. kr. (árið áður
1.1 millj. kr.), niðursoðinn fiskur fyrir 0,9 millj. kr.
(árið áður 0,9 millj. kr.).
Verklegar framkvæmdir. Unnið var að byggingu
dvalarheimilis aldraðra sjómanna í Rvík. Var horn-
steinn þess lagður við hátiðlega athöfn á sjómanna-
daginn, 13. júní. Heilsuverndarstöð Reykjavikur var
að mestu fullgerð. Unnið var að stækkun Landsspítal-
ans og byggingu hjúkrunarkvennaskóla. Einnig var
unnið að stækkun Elliheimilisins Grundar í Rvík.
Hafin var bygging kvennaheimilisins Hallveigarstaða
í Rvík. Unnið var að byggingu Neskirkju í Rvik, og
umbætur voru gerðar á Dómkirkjunni. Hið nýja
iðnskólahús í Rvík var að nokkru tekið í notkun.
Byggingu skóla ísaks Jónssonar var að mestu lokið.
Umbætur voru gerðar á húsi húsmæðraskóla Reykja-
víkur. Byggt var hús handa flugskólanum Þyt á
Reykjavíkurflugvelli. Unnið var að byggingu félags-
heimilis Ungmennafélags Reykjavikur, og var nokkur
hluti þess tekinn i notkun og vígður í nóvember. Unnið
(76)