Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 36
Ytri-Rangár. Um 400 lömb voru flutt úr Þingeyjar-
sýslu til Árnessýslu.
Slátrað var við haustslátrun 278,200 dilkum (áriS
áður 212,900) og 14,200 af fullorðnu fé (árið áður
7,600). Kjötmagn við haustslátrun var 4,238 tonn
(árið áður 3,350). Auk þess var við sumarslátrun
slátrað um 26,000 fjár (kjötmagn 370 tonn). Árinu
áður var við sumarslátrun slátrað 15,000 fjár (kjöt-
magn 205 tonn). Meðafþungi dilka við haustslátrun
var 14,14 kg (árið áður 14,93 kg). Frjósemitilraunir
á sauðfé voru gerðar á tilraunabúinu á Hesti í Borgar-
firði. Refir ollu tjóni á sauðfé allvíða, einna mest i
Fljótum. Framleiðsla mjólkurafurða var svipuð og
árið áður. Mjólkurbú Flóamanna hóf framleiðslu á
fóðurdufti úr mjólkurúrgangi. Reynt var að vinna
marltað fyrir íslenzkan ost i Bretlandi, ítaliu og
Bandarílcjunum. Voru fluttar út 7 smál. af osti til
reynslu. Landsmót íslenzkra hestamanna var háð á
Þveráreyrum í Eyjafirði 10. og 11. júli.
Miklu meira var af rjúpum en mörg undanfarin ár,
og voru rjúpnaveiðar mjög stundaðar, einkum norðan-
lands. Bændum i Múlasýslum var leyft að veiða 600
hreindýr, en dýrunum hafði fjölgað mjög á undan-
förnum árum.
ITll var flutt út fyrir 9,8 millj. kr. (árið áður 6,6
millj. kr.). Fluttar voru út 115,000 gærur á 5,3 millj. kr.
(árið áður 326,000 á 14,8 millj. kr.). Garnir voru
fluttar út fyrir 1,6 millj. kr. (árið áður 1,6 millj. kr.),
skinn og húðir fyrir 1,2 millj. kr. (árið áður 1,8 millj.
kr.), loðskinn fyrir 0,6 millj. kr. (árið áður 0,5
millj. kr.).
Búnaðarþing kom saman í Rvik í febrúar. Aðal-
fundur stéttarsambands bænda var haldinn á Laugum
snemma í september. Búnaðarfræðsla var skipidögð
á nýjan hátt, með því að sendiráðunautar ferðuðust
um landið og fluttu fræðsluerindi. Ólafur Guðmunds-
son búfræðingur vann að visindalegum rannsóknum
(34)