Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 104
vísleg áhugamál hans voru, og er þó hvergi nærri
allt talið. Þótt hann væri maður gagnhygginn fyrst
og fremst, kunni hann vel að meta það, sem vel var
gert i vísindum og bókmenntum. Einn var hann
þeirra manna, er studdu Kristján Jónsson til mennta.
Og' vel var hann gömlum iðnbróður sínum, Jóni
Mýrdal, er hann var i umkomuleysi sinu og basli að
fást við ritverk, sem fáir kunnu að meta. Hann kost-
aði að einhverju leyti 3. útgáfu af kvæðasafninu Snót,
sem prentað var á Akureyri 1876. Mest var ef til vill
um það vert, að hann gaf út Verðandi 1882. Mætti ætla,
að það hafi hann gert einkum vegna systursonar sins,
Hannesar Hafsteins. Hann var mikill vinur og styrkt-
armaður Matthíasar Jochumssonar, og hann átti
góðan þátt i því að útvega Einari Jónssyni styrk og
koma honum til náms ytra. Slíkt má nú þylrja lítils-
vert, en á sinni tið var það einstalrt. Hann batt fasta
vináttu við Þorvald Thoroddsen og studdi hann og
rannsóknarverk hans með ráðum og dáð, og beitti
sér fastlega fyrir því sjálfur og með atfylgi vina
sinna ytra, að Þorvaldur fengi fé úr Carlsbergs-
sjóðnum. Ýmsar sögur fara af hjálpsemi hans við
íslenzka stúdenta í Kaupmannahöfn. Þau árin var
Tryggvi sjálfsagt einna stöndugastur af íslendingum
í Höfn, enda var drjúgum til hans leitað, ef i nauðir
rak, sem oft gat að borið. Ekki var sú greiðasemi
alltaf of vel launuð, en stundum líka með góðum
drengskap. Víst er um það, að ekki áttu þeir allir
Hafnarmenn Tryggva grátt að gjalda, er öndverðastir
snerust gegn honum í þjóðmálabaráttunni siðar, þegar
heim lrom. Reyndar ætla ég, að þótt Tryggvi væri
hjálpsamur maður, góðgjarn og vinfastur, þá væri
hann lika nokkuð umvöndunarsamur, en slikt þoldu
menn misjafnt, þótt þeir mætti vita, að slíkt var í
góðu skyni gert. Affararikast fyrir sjálfan hann og
þar með þjóð vora, alda og óborna, var þó efalaust
samband hans og náin vinátta við Jón Sigurðsson.
(102)