Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 90
er hann gekk að eiga Halldóru Þorsteinsdóttur frá
Hálsi og hóf búskap á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal.
Hér bjó hann góðu búi til 1873, en þá hafði hann tekið
við framkvæmdastjórn Gránufélagsins og gat ekki
lengur sinnt búskapnum. Kaupstjóri Gránufélagsins
var hann síðan til vors 1893, en þá var hann ráðinn
bankastjóri við Landsbanka íslands i Reykjavik.
Bankastjóraembættinu gegndi hann fram undir árslok
1909, er honum var vikið frá þvi embætti, rúmum
mánuði áður en hann átti að hætta starfi samkvæmt
eigin ósk. Meðan Tryggvi var kaupstjóri Gránufélags-
ins dvaldist hann á vetrum i Kaupmannahöfn, en úr
þvi hann tók við Landsbankanum og til dauðadags
átti hann heimili i Reykjavík. Konu sina, Halldóru,
missti Tryggvi 1875. Þeim hjónum varð eigi barna
auðið, en þau ólu upp fósturdóttur, Valgerði Jóns-
dóttur Halldórssonar á Bjarnastöðum í Bárðardal,
Þorgrímssonar. Hún átti siðar Þórhall Bjarnarson
biskup frá Laufási. Tryggvi andaðist 21. okt. 1917.
III.
Fátt er í rauninni markverðara til íhugunar og
rannsóknar en mannlífið i fortíð og nútið. En þvi
mætti við bæta, að fá viðfangsefni eru torveldari.
Undarlega fljótt fennir gleymsku i spor liðinna kyn-
slóða, svo að vandratað er um þær slóðir, en þvi nær
sem dregur nútimanum eru fleiri veður á lofti i senn
og vandséð til allra átta. Nú, eftir nær 40 ár frá andláti
Tryggva Gunnarssonar, eru öll veður lægð, þar sem
spor hans lágu fyrrum, og sér allvel til áttanna, en
þótt finna megi enn för hans sjálfs, verður allt örð-
ugra, er til þess kemur að glöggva sig á samferða-
mönnum hans ýmsum, því maðurinn er aldrei einn
og saga hans hvorki sögð né skilin réttri skilningu
nema gerð sé jafnhliða g'rein fyrir þeirri öld, sem ól
hann, og þeim mönnum, sem með honum fylgdust eða
móti honum brutust í baráttu kynslóðanna, sigrum
(88)