Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 75
hingað til lands í marz. S. í. S. keypti nýtt kaupskip,
„Helgafell", frá Svíþjóð, og kom það til íslands í
október.
Fluttir voru til landsins miklu stærri flutninga-
bílar en áður. Mjólkurbú Flóamanna keypti þýzka
vörubila, sem eru sérstaklega gerðir til að fara snjó
og aðrar torfærur.
Áhugi jókst á fjallgöngum. Var Nýsjálendingurinn
Sir Edmund Hillary, sá er fyrstur kleif Mount Everest,
fenginn til að koma hingað til lands, og flutti hann
nokkra fyrirlestra í Rvík í janúar.
Slysfarir og slysavarnir. Alls lézt á árinu 51 Islend-
ingur af slysförum (árið áður 78). Af þeim drukkn-
uðu 20, en 12 létust af umferðarslysum. 25. júni fórst
vélbáturinn „Oddur“ á Breiðafirði með fimm manns.
Allmargir menn féllu útbyrðis af fiskiskipum og
drukknuðu. 19. maí fórst bandarisk þrýstiloftsflugvél
við Vogastapa, og fórust þar tveir menn.
42 mönnum var bjargað úr bráðri hættu, oft fyrir
atbeina Slysavarnafélags íslands og hjálparsveita þess.
Slysavarnafélagið fékk nýja og fullkomna sjúkraflug-
vél, og voru fluttir í henni 74 sjúklingar á árinu. Flug-
björgunarsveitin eignaðist sporhund til leitar að
týndu fólki. Reist voru skipbrotsmannaskýli í Horna-
firði og Þorgeirsfirði í Fjörðum.
21. maí vann Kristinn Steindórsson, bilstjóri í
Kópavogi, frækilegt björgunarafrek. Kastaði hann
sér til sunds og bjargaði frá drukknun dreng, sem
fallið hafði út af bryggju í Ytri-Njarðvík. Var þetta
i þriðja sinn, sem Kristinn bjargaði börnum frá
drukknun. 25. mai vann 10 ára gamall drengur í
Kópavogi, Ásgeir Úlfarsson, það afrek að bjarga 6 ára
dreng, sem fallið hafði út af bryggju. 30. júní bjargaði
Bjarni Þórarinsson, kennari á Þórshöfn, með miklu
snarræði dreng, sem hjólað hafði út af bryggju.
Stjórnarfar. Forseti íslands og frú hans heimsóttu
mörg héruð landsins, auk þess sem þau fóru í opin-
(73)