Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 88
Tryggvi Gunnarsson
1835—1955.
I.
í haust eru liðin 120 ár frá fæðingu Tryggva
Gunnarssonar. Hann var um 50 ára skeið einna nafn-
kenndastur allra íslendinga, er samtimamenn hans
voru, og enn, nær 40 árum eftir dauða hans, er nafn
hans mörgum kunnugt. Þess er samt að vænta, að
tekið sé allmjög að fyrnast yfir þau afrek, er á sinni
tíð komu á hann frægðarorði. Þykir mér þvi við eiga
að minnast hans stuttlega í Almanaki Þjóðvinafélags-
ins í tilefni af stóraldarafmælinu. Ber margt til þess,
en næst liggur að minnast á það, að Þjóðvinafélagið
á honum meira að þakka en nokkrum manni öðrum.
Hann var sem kúnnugt er einn fremsti stofnandi
félagsins, en því næst forseti þess um 35 ára skeið og
réð mestu um störf þess allan þann tima, ritstjóri
Almanaksins og Dýravinarins. En þótt ekki hafi verið
mjög á loft haldið ritstörfum Tryggva Gunnarssonar,
ætla ég, að hann hafi beint og óbeint liaft meiri áhrif
en margir nafnkenndari rithöfundar með greinum
sínum í ritum þessum, er að vísu voru meir sniðnar
til fræðslu, menntunar og menningar en tilþrifa i
máli og stíl, og þó allvel úr garði gerðar einnig að
þessu leyti.
II.
Tryggvi Gunnarsson fæddist 17. október 1835 að
Laufási við Eyjafjörð. Foreldrar hans voru síra
Gunnar Gunnarsson, prests í Laufási Hallgrímssonar,
og kona hans, Jóhanna Gunnlaugsdóttir sýslumanns
Briems á Grund í Eyjafirði. Hann réðst fermingar-
vorið sitt, tæplega 15 ára gamall, til trésmiðanáms hjá
móðurbróður sínum, Ólafi Briem á Grund, og lauk
því námi vorið 1853. Það sama vor andaðist faðir hans,
(86)