Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 26
ÍR LÖGUM UM TÍMATAL OG ALMANÖK.
Sainkvæmt lögum um ákvörðun tímans 16. nóv. 1907 skal hvarvetna á íslandi
telja tímann eftir miðtíma á 15. lengdarstigi fyrir vestan Greenwich. í almanaki
þessu eru því allar stundir taldar eftir þessum svonefnda íslenzka miðtíma, 27 mínútum
43,2 sekúndum á undan miðtima Reykjavíkur.
Með lögum nr. 8, 16. febr. 1917, er ríkisstjórninni heimilað að flýta klukkunni,
ef það þykir henta (,,sumartími“), og verður, ef það er gert, að sjálfsögðu að taka
tillit til þess við notkun almanaksins.
í lögum nr. 25, 27. júní 1921, segir m. a. svo:
1. gr.
Háskóli íslands skai hafa einkarétt til þess að gefa út og selja eða afhenda með
öðrum hætti almanök og dagatöl á íslandi.
5. gr.
Það er brot á einkarétti háskólans samkvæmt 1. gr., ef maður:
1. Flytur inn í landið til sölu eða afhendingar með öðrum hætti önnur almanök
eða dagatöl en þau, er í 1. gr. segir.
2. Selur hér í landi eða afhendir með öðru móti önnur almanök eða dagatöl en þau,
sem einkaréttur háskólans nær til.
3. Gefur út hér á landi á prenti eða með öðrum hætti almanök eða dagatöl eða
kafla úr þeim.
4. Prentar upp eða fjölritar almanök háskólans eða dagatöl eða kafla úr þeim til
þess að selja eða láta af hendi með öðrum hætti.
Hið íslenzka þjóðvinafélag hefur með samningi keypt einkaleyfi þetta í ár (1956),
og nær það til allra almanaka í bókarformi.
Árið 1957 ber páskana upp á 21. apríl.
(24)