Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 73
Hallgrímur Helgason tónskáld doktorsritgerð við há-
skólann í Ziirich. Fjallaði hún um byggingu og fram-
sagnarhátt hins sögulega þjóðlags á íslandi og for-
sögu þess. Sigurður Helgason frá Akureyri varði
doktorsritgerð við Princetonháskóla i Bandaríkjunum.
Fjallaði hún um Banach-algebru og nærri periódiskar
funktionir.
Pálmi Hanness. rektor var í jan. kjörinn heiðurs-
félagi danska jarðfræðingafélagsins. Dr. Sigurður
Þórarinsson var í mai kjörinn útlandsfélagi brezka
jarðfræðingafélagsins. — 117 stúdentar voru braut-
skráðir úr Menntaskólanum i Reykjavik. Þrir þeirra
hlutu ágætiseinkunn, Þorsteinn Sæmundsson, 9,42,
Erlendur Lárusson, 9,04 og Höskuldur Baldursson,
9,03. Úr Menntaskólanum á Akureyri voru braut-
slcráðir 35 stúdentar. Hlutu þrir þeirra ágætiseink.,
Sveinn Jónsson, 9,54, Haukur Böðvarsson, 9,18 og
Helgi Sigvaldason, 9,04. Menntaskólinn á Laugar-
vatni brautskráði i fyrsta sinn stúdenta, 10 að tölu.
Þrír þeirra hlutu ágætiseink., Árni J. Bergmann, 9,36,
Hörður Bergmann, 9,00 og Tryggvi Sigurbjörnsson,
9,00. Úr Verzlunarskólanum í Rvik var brautskráður
21 stúdent. Hæsta eink. hlaut Ragnheiður Jónsdóttir,
I. eink., 6,91 (eftir einkunnastiga Örsteds).
Miðskólaprófi (landsprófi) lauk 371 nemandi. Af
þeim hlutu 280 nógu háa einkunn til að fá inngöngu
í mennta- og kennaraskóla. Hæsta einkunn hlaut
Gvlfi ísaksson, Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Rvík,
ágætiseinkunn, 9,62.
Raforkumál. Samþykkt var á Alþingi ný löggjöf um
raforkumál, og miðaði hún einkum að rafvæðingu
sveita og þorpa. Þverárvirkjun i Steingrimsfirði var
formiega vígð 4. sept., en hafði þá starfað um hrið.
Unnið var að lagningu rafveitukerfis á Hólmavik og
hafin lagning rafveitulínu til bæja i Kirkjubólshreppi.
Fossárvirkjun á Snæfellsnesi tók til starfa 18. sept.
Lokið var uppsetningu nýrrar rafstöðvar á Flateyri.
(71)