Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 96
stjórnarskrárinnar, en miklu olli hitt, að Gránufélagið,
sem hann veitti forstöðu, átti við allmikla örðugleika
að striða vegna hallærisins, er nú gekk sem harðast
yfir á árunum 1882—1887. Árið eftir að hann tók við
stjórn Landsbankans, 1894, tók hann á ný sæti á Al-
þingi til 1907. Lét hann þá enn allmikið til sin taka,
enda varð hann einn hinn mesti ráðamaður heima-
stjórnarflokksins á fyrsta áratugi aldarinnar.
VIII.
Þótt Tryggvi Gunnarsson væri búhöldur góður og
sæti jörð sina með skörungsskap, meðan hann bjó
á Hallgilsstöðum 1859—1873, má naumast kalla, að
hann stigi þar feti framar en ýmsir aðrir atorku-
bændur honum samtiða, þó hann væri þeim nærfellt
öllum fremri um þekkingu í húnaðarefnum, og skildi
manna bezt, hvað gera þyrfti og gera ætti til búnaðar-
bóta, jafnt i jarðrækt og kvikfjárrækt. Þó myndi hann
að líkindum hafa látið meira til sín taka um þessi
efni, ef hann hefði gefið sig eingöngu að þeim. En
áhugi hans beindist jöfnum höndum að útvegi, iðnaði
og verzlun. Frá 1855 og fram undir 1870 fékkst hann
mikið við trésmiðar og á árunum 1865—1869 stundaði
hann allmikið Ijósmyndagerð, er hann lærði í utanför
sinni. Hann átti þátt í hákarlaútvegi frá 1857 og var
síðan meira og minna við útveg riðinn, síldveiðar og
fiskveiðar, fram um aldamót. En mest afskipti hafði
hann af verzlun, enda hvarf hann frá búskap sínum
til þess að geta einbeitt sér i þvi starfi, er síðan varð
höfuðviðfangsefni hans um rúmlega 20 ára bil.
Þess var áður getið, að 1844, sama ár og vefararnir
í Rochdale stofnuðu fyrsta kaupfélagið, hófu bændur
í innsveitum Þingeyjarsýslu hin fyrstu skipulegu
verzlunarsamtök, sem sögur fara af hér á landi, undir
forustu síra Þorsteins Pálssonar á Hálsi. Samtök þessi
vöktu allmikla athygli og voru siðar reynd allvíða
og gerðu nokkurt gagn. Hér var um það að ræða, að
(94)