Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 31
enda hefur hún haft mikil áhrif á hann sem
arkitekt.
Steinsteypan er fyrst og fremst byggingarefni Le
Corbusiers. Útfærsla hans er þar oftast einföld og djörf.
Þar hafa franskar byggingareglur verið honum hag-
stæðar. Frakkar vilja hafa hús sín sviplétt og þeir
treysta steinsteypunni til liins ýtrasta svo því marki
verði náð.
Stefna Le Corbusiers i húsagerð hefur á ýmsan hátt
borið keim af nýstefnum í málaralist, enda átti hann
um skeið samleið með kúbikistum. Hús hans voru i
frumdráttum oft ekki annað en gólf- og loftplötur,
sem hvíldu á súlum, en ytri og innri veggjum mátti
siðan raða inn í þessa beinagrind eftir vild. Þetta
var raunar sama stefnan og hjá Frank Lloyd Wright:
Viðleitni til að ná meira frjálsræði um skipting hibýl-
anna og losa skipulagið við þær hindranir, sem
fólgnar voru í burðarþolsþörfum venjulegs húss og
ytra og innra búningi.
Le Corbusier og F. L. W. voru þó ólikir í flestu,
jafnvel andstæðir. Le Corbusier hinn kaldi efnis-
hyggjumaður, skipuleggjari borga og vélamenningar.
Frank Lloyd Wright náttúruskoðarinn og náttúru-
unnandinn, boðberi dreifbýlisstefnu og einstaklings-
hyggju. Wright byggir hús sín þétt að jarðsverðinum,
lætur gólffleti falla og risa eftir legu landsins og hús
hans taka oft á sig svipmót náttúrufyrirbæris jafn-
framt þvi að vera mannlegt sköpunarverk. Le Cor-
busier undirstrikar hið vélræna í svipmóti húsa sinna,
enda hefur hann sagt, að hús sé vél til að lifa í.
Andstætt Wright skilur hann hús sin oft frá um-
hverfinu með því að reisa þau eins og grindahjalla
á súlum, og frægur varð hann og umtalaður á sinni
tíð fyrir að hleypa þessum súlum upp í gegnum sali
og herbergi eftir verkfræðilegri ákvörðun eða þörf.
Le Corbusier er mikill sóldýrkandi og opnar oft heilar
hliðar með glerveggjum. Hann opnar húsin bæði út
(29)