Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 112
1850. Upp úr 1850 og einkum er dró fram um 1860
var farið að impra á því, að nauðsynlegt væri, að
skip þessi hefði hér nokkra viðkomustaði í strand-
ferðum. Þótti ekki lengur við það unandi, að greiðasta
leið frá Norður- og Austurlandi til Suðurlands lægi
yfir Kaupmannahöfn, svo sem dæmi urðu þá til
fundin um fólk, sem flytjast þurfti búferlum milli
landsfjórðunga. Þetta mál, strandferðirnar, tók
Tryggvi að sér og beitti sér af afli fyrir því, að hér
fengist bót á ráðin. Átti hann og allra manna mestan
þátt i því, í umboði landshöfðingja og Alþingis, að
smám saman greiddist nokkuð úr um þessi mál,
strandferðir voru upp teknar, skipsferðum fjölgað
og skipakostur bættur. Reyndar uxu þarfir og kröfur
landsmanna til slíkra samgöngubóta jöfnum höndum,
og var þvi lítið lát á óánægju yfir viðskiptunum við
Sameinaða gufuskipafélagið, sem lengstum annaðist
samgöngur þessar. En starf Tryggva fyrir þessi mál
var einkum mikilvægt á árunum 1877 og fram um
1890, meðan hér var þyngst fyrir fæti. Er hér um
að ræða einn hinn merkasta þátt i sögu islenzkra
samgöngumála á ofanverðri 19. öld.
XVIII.
Tryggvi Gunnarsson sætti ýmsum dómum á sinni
löngu ævi. Þegar litið er yfir ævistarf hans nú á stór-
aldarafmæli hans og nær 40 árum eftir andlát hans,
skipta þeir dómar litlu máli. Hann var brautryðjandi
í atvinnu- og samgöngumálum lands sins um rúmlega
30 ára skeið, á þeim tímum er þyngst var fyrir fæti
um allar framfarir í landi voru. Hér skiptir árangur-
inn ekki mestu máli, heldur sá andi, sem fylgir hinni
óbilugu, sivakandi viðleitni og lætur hvern smáan
sigur verða stóran, vegna þess, að hann opnar út-
sýn inn í framtiðina, boðar stærra verk, stærri sigra.
Enginn maður er þjóð sinni dýrmætari né öllum
þarfari en sá, sem vakið getur henni trúna á sjálfa
(110)