Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Page 112

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Page 112
1850. Upp úr 1850 og einkum er dró fram um 1860 var farið að impra á því, að nauðsynlegt væri, að skip þessi hefði hér nokkra viðkomustaði í strand- ferðum. Þótti ekki lengur við það unandi, að greiðasta leið frá Norður- og Austurlandi til Suðurlands lægi yfir Kaupmannahöfn, svo sem dæmi urðu þá til fundin um fólk, sem flytjast þurfti búferlum milli landsfjórðunga. Þetta mál, strandferðirnar, tók Tryggvi að sér og beitti sér af afli fyrir því, að hér fengist bót á ráðin. Átti hann og allra manna mestan þátt i því, í umboði landshöfðingja og Alþingis, að smám saman greiddist nokkuð úr um þessi mál, strandferðir voru upp teknar, skipsferðum fjölgað og skipakostur bættur. Reyndar uxu þarfir og kröfur landsmanna til slíkra samgöngubóta jöfnum höndum, og var þvi lítið lát á óánægju yfir viðskiptunum við Sameinaða gufuskipafélagið, sem lengstum annaðist samgöngur þessar. En starf Tryggva fyrir þessi mál var einkum mikilvægt á árunum 1877 og fram um 1890, meðan hér var þyngst fyrir fæti. Er hér um að ræða einn hinn merkasta þátt i sögu islenzkra samgöngumála á ofanverðri 19. öld. XVIII. Tryggvi Gunnarsson sætti ýmsum dómum á sinni löngu ævi. Þegar litið er yfir ævistarf hans nú á stór- aldarafmæli hans og nær 40 árum eftir andlát hans, skipta þeir dómar litlu máli. Hann var brautryðjandi í atvinnu- og samgöngumálum lands sins um rúmlega 30 ára skeið, á þeim tímum er þyngst var fyrir fæti um allar framfarir í landi voru. Hér skiptir árangur- inn ekki mestu máli, heldur sá andi, sem fylgir hinni óbilugu, sivakandi viðleitni og lætur hvern smáan sigur verða stóran, vegna þess, að hann opnar út- sýn inn í framtiðina, boðar stærra verk, stærri sigra. Enginn maður er þjóð sinni dýrmætari né öllum þarfari en sá, sem vakið getur henni trúna á sjálfa (110)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.