Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 103
XIII.
Tryggvi Gunnarsson fékk snemma á sig það orð, að
hann væri öðrum mönnum verksýnni, sjálfur ágætur
smiður, úrræðagóður, heppinn og djarfur í fram-
kvæmdum öllum. Má og kalla, að hann væri lengi
helzti „verkfræðingur“ landsins, enda jafnan til hans
leitað um tilsjón og framkvæmd vandasamra verka,
sem þá þóttu vera, bæði i húsagerð, brúagerð og
vegalagningu. Yar honum ágætlega sýnt um allt slikt.
Að hans forsögn og forgöngu voru fyrstu stóru brýrn-
ar gerðar nyrðra og eystra, Eyvindarárbrú og brýrn-
ar á Skjálfandafljóti, en þessar brýr voru síðar fyrir-
mynd annarra þvílíkra mannvirkja (sperrubrýr).
Mesta og frægasta átak hans i brúagerð var hengi-
brúin yfir Ölfusá 1891. Hann tók að sér smiði Möðru-
vallaskólans og átti mikinn þátt að, er Alþingishúsið
var reist. Hann lagði veginn milli Akureyrar og
Oddeyrar, er þótti mikið mannvirki á þeirri tið, lagði
Tjarnargötuna í Reykjavík og stóð fyrir mannvirkja-
gerð við höfnina þar (stækkun Steinbryggjunnar).
Svo sem vænta mátti, átti hann ekki hægt um vik að
einbeita sér við slik verk sem þessi. Mun honum og
eigi hafa græðzt fé á því að taka slikt að sér. En
allmikið öryggi þótti að þvi á sínum tima, ef Tryggvi
Gunnarsson var riðinn við framkvæmd einhverja.
Þegar Alþingi tók rögg á sig um að þoka vegamálum
landsins i betra horf, var Tryggvi fenginn til þess
að ráða hingað verkfræðing. Fyrstu verkfræðingarnir,
sem hér störfuðu á vegum landsjóðs, voru norskir og
valdi Tryggvi þá. Sömuleiðis voru það Tryggva ráð,
er Feddersen klakfræðingur var fenginn hingað 1884
til rannsókna á veiðivötnum og tilrauna um laxa-
og silungaklak.
XIV.
Atriði þau úr starfssögu Tryggva, sem hér var á
drepið, gefa nokkra hugmynd um það, liversu marg-
(101)