Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 33
Hinn 27. sept. var 20 stiga frost í Möðrudal, og um
þær mundir voru einnig talsverð frost sunnanlands.
011 u þessi harðindi tjóni á heyi og garðávöxtum.
Þrjá síðustu mánuði ársins var veðrátta oftast fremur
mild, en mjög umhleypingasöm.
Bindindismál. Hinn 31. jan. fór fram á Siglufirði
atkvæðagreiðsla um það, hvort loka skyldi áfengis-
útsölunni þar, og var það fellt. Ný áfengislöggjöf var
samþykkt á Alþingi. Nokkur gisti- og veitingahús
fengu vinveitingaleyfi. Hæli fyrir dryltkjusjúklinga
var sett á stofn i Gunnarsholti á Rangárvöllum. Félag
fyrrverandi drykkjumanna var stofnað i þeim tilgangi
að hjálpa áfengissjúklingum.
Brunar. Aðfaranótt 8. jan. brunnu tveir skálar á
vinnuheimili S. í. B. S. í Reykjalundi, og varð þar
mikið tjón á vörubirgðum og vélum. Aðfaranótt 19.
jan. skemmdist Stjörnubió i Rvík af eldi. 4. febr.
brann hús flísa- og vikursteypunnar á Hellu á Rang-
árvöllum. Aðfaranótt 20. febr. stórskemmdist hrað-
frystiliús á Suðureyri í Súgandafirði af eldi. Aðfara-
nótt 25. febr. skemmdist leikfimihús barnaskólans á
Siglufirði mjög af eldi. 6. apr. brann skólahúsið á
Reyni i Mýrdal til kaldra kola. 14. apr. brann íbúðar-
húsið á Flesjustöðum í Kolbeinsstaðahreppi. 30. apr.
brann íbúðarskáli í Laugarnesbúðum i Rvík, og björg-
uðust ibúar nauðulega. 4. mai varð mikið tjón af
eldi á Leðurgerðinni i Rvík. 4. maí brann mjölgeymslu-
luis Kveldúlfs á Hjalteyri, og varð þar mikið tjón. 13.
mai brann forn baðstofa á Litla-Dunhaga í Hörgár-
dal. Aðfaranótt 27. mai brann íbúðarhús í Smálönd-
um i Rvík. Að morgni 7. júní, annars dags hvíta-
sunnu, brann bærinn á Sandhólum i Saurbæjarhreppi
í Eyjafirði. Brunnu þar þrjár telpur inni, en tvær
konur hlutu brunasár. 13. júní brann bærinn í Húsey
í Vallhólmi. 23. júni stórskemmdist íbúðarhús í Vík
í Mýrdal af eldi. Aðfaranótt 29. júní brann íbúðarhús
á Eyrarbakka, og sluppu íbúarnir nauðulega úr eld-
(31)