Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 43
smiðju í Rvík, og störfuðu belgiskir sérfræðingar aS
uppsetningu véla og bræðsluofna. „Magni“, nýr drátt-
arbátur fyrir Reykjavikurhöfn, smíðaður af Stál-
smiðjunni í Rvik, hljóp af stokkunum 15. október.
Var hann fyrsta stálskip, sem smiðað var hér á landi.
Stálsmiðjan hóf smíð annars stálskips, eftirlitsskips
til varðgæzlu og björgunarstarfs við NorÖurland.
Landssmiðjan smiðaði tvo nótabáta úr stáli, hina
fyrstu, sem smíðaðir eru hér á landi. Allmargir vél-
bátar voru smiðaðir á árinu. Stofnuð var gúmmiverk-
smiðjan Otur h.f. til að framleiða gúmmískófatnað.
Stofnuð var naglaverksmiðjan Sleipnir h.f., hin fyrsta
sinnar tegundar hér á landi. Vélsmiðjan Héðinn hóf
framleiðslu á soðkjarnatækjum. Tekin var í notkun
stærsta frystivélin, sem að öllu leyti er smíðuð hér
á landi. Var hún smíðuð í vélsmiðjunni Héðni, en
sett upp í frystihúsinu Heimaskaga á Akranesi. Véla-
verkstæði Björgvins Frederiksens smíðaði stærsta
frystikerfi í frystihús, sem smíðað hefur verið hér á
landi. Pökkunarverksmiðja tók til starfa í Rvik. Raf-
geymaverksmiðjan „Pólar“ í Rvik jók mjög fram-
leiðslu sína. S. í. S. hóf framleiðslu á rafmótorum.
Rafmyndir h.f. í Rvík hófu nýjar aðferðir við mynda-
mótagerð. Hafin var framleiðsla neonljósaskilta í
Rvík. Vinnuheimilið í Reykjalundi tók í notkun nýjar
vélar til að klæða rafmagnsvír utan með plastein-
angrun. Málningarverksmiðjan Harpa í Rvík hóf
framleiðslu á gúmmímálningu, sem þolir frost. Hafin
var í Rvík framleiðsla gljábrenndra eirmuna. Lyfja-
verzlun rikisins í Rvík tók í notkun nýja, fullkomna
vinnustofu til framleiðslu á lyfjum. Umbætur voru
gerðar á klæðaverksmiðjunni Álafossi. Enn var unnið
að umbótum á klæöaverksmiðjunni Gefjuni á Akur-
eyri. Var þar hafin framleiðsla á húsgagnaáklæÖum
og ullargarni, blönduðu grilonefni. Súkkulaðiverk-
smiðjan Linda á Akureyri var búin nýjum vélum.
Stofnað var á Seyðisfirði fyrirtækið Viður h.f. til að
(41)