Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 85
35 millj. kr.), til Spánar 22,2 millj. kr. (árið átSur 26
millj. kr.), til Póllands 18,3 millj. kr. (árið áður 11,9
millj. kr.), til Svíþjóðar 17,7 millj. kr. (árið áður 30,6
millj. kr.), til Austur-Þýzkalands 16,5 millj. kr. (árið
áður 25,3 millj. kr.), til Nígeríu 12,8 millj. kr. (árið
áður 16,3 millj. kr.), til Frakklands 11,8 millj. kr.
(árið áður 11,3 millj. kr.), til Grikklands 9,6 millj. kr.
(árið áður 15,3 millj. kr.), til írlands 8,5 millj. kr.
(árið áður 8,1 millj. kr.), til ísraels 8 millj. kr. (árið
áður 11,3 millj. kr.), til Færeyja 7 millj. kr. (árið
áður 5 millj. kr.), til Kúbu 6,1 millj. kr. (árið áður
8,1 millj. kr.), til Franska Kamerún 4,6 millj. kr. (árið
áður 0,5 millj. kr.), til Belgíu 3,1 millj. kr. (árið áður
0,6 millj. kr.), til Sviss 2,7 millj. kr. (árið áður 1 millj.
kr.), til Ungverjalands 2,1 millj. kr. (árið áður 0,2
millj. kr.), til Egyptalands 1,7 millj. kr. (árið áður
1,9 millj. kr.), til Úrúgúay 0,9 millj. kr. (árið áður
1,7 millj. kr.), til Austurrikis 0,8 millj. kr. (árið áður
1,9 millj. kr.).
Verzlunarjöfnuður var óhagstæður. Andvirði inn-
flutts varnings nam 1 130,4 millj. kr. (árið áður
1 111,3 millj. kr.), en andvirði útflutts varnings 845,9
millj. kr. (árið áður 706,4 millj. kr.).
Mikilvægustu innflutningsvörur voru olíuvörur,
álnavara, vélar, flutningatæki, trjávörur, kornvörur,
sement, kaffi, pappirsvörur, ávextir, áburðarvörur,
skófatnaður, gúmmívörur, sykurvörur og tóbaksvörur.
Mikilvægustu útflutningsvörur voru freðfiskur, salt-
fiskur og harðfiskur. Freðfiskurinn var aðallega
seldur til Bandaríkjanna, Sovétsambandsins og Tékkó-
slóvakíu. Óverkaður saltfiskur var seldur til Ítalíu,
Portúgals, Noregs, Grikklands og ýmissa fleiri landa.
Þurrkaður saltfiskur var aðallega seldur til Spánar,
Brasiliu og Kúbu. Harðfiskur var seldur til Bretlands,
Ítalíu, Hollands, Nígeriu, Noregs, Yestur-Þýzkalands
og fleiri landa. Aðrar mikilvægar útflutningsvörur
voru saltsíld (aðallega til Sovétsambandsins og Finn-
(83)