Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 87
Verkföll voru allmörg á árinu, en flest stóðu þau
skammt. 1. janúar hófst verkfall á bátaflotanum í
Reykjavík, Sandgerði og Vestmannaeyjum, og næstu
daga breiddist það til annarra verstöðva á Suðurlandi.
Þessu verkfalli lauk 19. jan. Verkfall bókbindara og
prentmyndasmiða hófst 1. júni. Lauk verkfalli bók-
bindara 3. júni, en prentmyndasmiða 7. júni. Far-
mannaverkfall hófst 10. júní, en þvi lauk daginn eftir.
Allsherjarverkfall hófst á Akranesi 1. september og
stóð i sólarhring.
Flestir verkfræðingar, sem unnu hjá ríkinu og
Reykjavíkurbæ, sögðu upp störfum um vorið vegna
óánægju með launakjör sín. Réðust flestir þeirra þá
til starfa hjá einkafyrirtækjum. Samningar milli verk-
fræðinganna og Reykjavíkurbæjar náðust í ágúst, en
milli þeirra og ríkisins í nóvember.
Ólafur Hansson.
Árið 1900 var hús Landsbankans byggt. Þá var
, fátækt mikil á Álftsnesi, svo sýslan varð að taka
landssjóðslán handa hreppnum. Þegar búið var að
reisa húsið, gengu Pétur og Páll fram hjá því, en
báðum hafði verið neitað um lán sama daginn. Pétur
segir þá: „Þetta litur út fyrir að verða dálaglegt hús.“
Páll: „Ójá, en til hvers er það að byggja svona hús,
þegar bankinn er peningalaus. Það er líkt eins og
Álftnesingar færu að kaupa sér peningaskáp."
„Það hafa orðið ljótu lætin í dag með lánbeiðnir,“
sagði G. eitt sinn. „Sá fyrsti bað mig um matbjörg
handa heimilinu, og það læt ég vert. Annar bað mig
að lána sér peninga til að borga með vexti í bank-
anum, og svo kom sá þriðji og bað mig um 50 króna
lán til þess að hann gæti „opinberað“.“
(85)