Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 76
bera heimsókn til Norðurlanda, svo sem áður er
getið.
Stjórn Ólafs Thors sat að völdum allt árið. 14. apríl
tók Skúli Guðmundsson við störfum fjármálaráðherra
til bráðabirgða vegna veikinda Eysteins Jónssonar.
Gegndi hann þeim til 8. sept., er Eysteinn Jónsson
tók við störfum að nýju.
1. febrúar var minnzt húlfrar aldar afmælis heima-
stjórnar á íslandi.
Meðal laga, er samþykkt voru á Alþingi, var ný
skattalöggjöf, ný áfengislöggjöf og ný löggjöf um
raforkumál.
Bæjarstjórnarkosningar í kaupstöðum og sveitar-
stjórnarkosningar í flestum kauptúnum fóru fram 31.
janúar. Kaus þá Glerárþorp í síðasta sinn með Glæsi-
bæjarhreppi, en ákveðið var að sameina það Ákureyri
frá 1. janúar 1955.
Útvegur. Bátaaflinn var mun meiri en undanfarin
ár, en togaraaflinn heldur rýrari. Skortur á vinnu-
afli bagaði útgerðina talsvert. Brezkir útgerðarmenn
héldu enn uppi löndunarbanni á íslenzkum ísfiski.
Ríkisstjórn íslands gaf út „hvita bók“ um landhelgis-
málið og löndunarbann Breta, og var hún lögð
fram á fundi Evrópuráðsins í september. Nokkuð
af isfiski var selt til Vestur-Þýzkalands, og hafin
var sala á ísfiski til Austur-Þýzkalands á föstu verði.
Var hann fluttur til Hamborgar. Harðfiskframleiðsla
var nokkru minni en árið áður, en útflutningur var
meiri, vegna þess að verulegur hluti framleiðslu árs-
ins 1953 var fluttur út 1954. Teknar voru í notkun
nýjar gerðir fiskþurrkunargrinda. Framleiðsla á freð-
fiski jókst verulega, en saltfiskframleiðsla minnkaði
lítið eitt. Karfaveiðar voru talsvert stundaðar. Ný
karfamið, svonefnd Jónsmið, fundust við Grænland.
íslenzkir vísindamenn fundu með rannsóknum, að
kopar í salti veldur guluskemmdum á fiski, en þær
hafa stundum valdið íslendingum milljónatjóni.
(74)