Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 108
fyrr eða síðar, að hér rísi einn hinn fegursti fram-
tíðarskógur þessa lands. Háum aldri fylgja löngum
ýmislegir vanhagir, þreyta, bölsýni og deyfð i flestu
því, er varðar umsvif liðandi stundar og áform fram-
tíðar. En það ætla ég efalaust, að eigi væri sá öld-
ungur kalinn á h.jarta, sem gaf æskufólki lands sins
þvílíka gjöf og fékk þvi verkefni, sem öllum öðrum
fremur tilheyrir æskunni og framtíðinni.
XVI.
Árið 1844 ritaði Jón Sigurðsson grein í Ný félagsrit,
er hann nefndi Um félagsskap og samtök. í grein
þessari benti hann löndum sinum á nauðsyn samtaka
og samstarfs i félögum, hverja þýðingu samtök og
félagsstarf hefði haft fyrr og siðar með ýmsum menn-
ingarþjóðum og eggjaði landa sína til þess að hefjast
handa og sameina krafta sína i félögum til margvis-
legra þjóðþarfaverka og viðbúnaðar fyrir þá tíma,
sem nú færi i hönd.
Ritgerð þessi og önnur ritgerð, er Jón birti ári áður
í Nýjum félagsritum, Um verzlun á Islandi, átti efa-
laust mestan þáttinn i þvi að hrinda af stað fyrstu
verzlunarfélögunum hér á landi, sem með skipulegum
hætti væri stofnuð og starfrækt, og höfðu yfirleitt
geysimikil áhrif á landsmenn, er höfðu fram til þessa
litinn gaum gefið þvílikum efnum. Tryggvi Gunnars-
son komst ungur i náin kynni við þann anda, sem
ríkti meðal helztu forvígismanna félagsstarfs í Suður-
Þingeyjarsýslu og var siðustu árin á Hallgilsstöðum
mestur atkvæðamaður i samtökum héraðsmanna, en
þau samtök beindust nokkuð jöfnum höndum að
stjórnmálum og umbótum í atvinnuefnum og verzlun.
Störf hans í stjórn eyfirzka ábyrgðarfélagsins og þvi
næst forstaða hans fyrir Gránufélaginu kenndi hon-
um margt um mátt og gildi samtakanna, er vel var
að verki staðið, og lika sitthvað um vandkvæði, sem
á þvi voru og hlutu að verða að vinna í félagi með
(106)