Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 34
inum. 19. júli brann bærinn á Skeggjastöðum í Fellum.
ASfaranótt 7. ág. brunnu tveir íbúðarskálar í Laugar-
nesbúðum í Rvik. 20. ág. stórskemmdist fjós og hlaða
á Grund í Eyjafirði af eldi, og brunnu þar inni
nokkur svin. Víða annars staðar á landinu urðu skað-
ar af eldi á heyjum síðari hluta sumars. 29. ág. brann
vinnustofa verkstæðisins Vagnsins i Rvík, og eyði-
lögðust þar m. a. mörg reiðhjól. 2. sept. brann íbúðar-
skáli í Múlabúðum í Rvik. Sama dag brann skáli á
Melgerðisflugvelli í Eyjafirði, og eyðilögðust þar
ljósavélar vallarins. 26. sept. stórskemmdist stórt
frystihús í Njarðvíkum af eldi. 28. sept. brann ibúðar-
hús í Kaldrananesi á Ströndum. 3. okt. brann sam-
komuhús á Þórsböfn, og bjargaðist fólk þar nauðu-
lega. Aðfaranótt 15. okt. brann skálasamstæða á
Keflavíkurflugvelli, og björguðust 36 stúlkur fá-
klæddar úr eldinum. 15. okt. skemmdist geymsluhús
kaupfélagsins á Flateyri af eldi. 16. okt. brann vöru-
skáli við Hafnarfjörð, og eyðilögðust þar verðmætar
vélar. 9. nóv. skemmdist hús á Seyðisfirði af eldi.
12. nóv. brann hús Bílaiðjunnar í Rvik. Aðfaranótt
15. nóv. brann íbúðarhús í Miðbæ í Látraþorpi í
Rauðasandshreppi, og bjargaðist fólk þar nauðulega.
15. nóv. brann stórt timburhús i Keflavik, og einnig
þar björguðust íbúarnir nauðulega, og sumir hlutu
meiðsl. Aðfaranótt 21. nóv. brann íbúðarskáli í Knox-
búðum i Rvik, og meiddust þar þrír menn. 27. des.
brann hænsnabúið í Reykjalundi, og drapst þar nokk-
uð af hænsnum. 28. des. brann ibúðarskáli i Þórodds-
staðabúðum i Rvík.
Búnaður. Grasspretta var yfirleitt góð, en nýting
heyja misjöfn. Hröktust hey mjög á Norður- og Norð-
austurlandi og á Ströndum, en sunnanlands var nýt-
ing heyja víða allgóð og heyfengur mikill. Viða var
lítið eða ekki heyjað á útengjum.
Mikið kvað að ræktunarframkvæmdum með stór-
virkum vélum. Varð þetta mesta jarðabótaár i sögu
(32)