Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 93
auðvitað sammerkt við ýmsa ágæta samtímamenn
sína, er lifðu og störfuðu í líkum anda og hann.
Ég bendi ó þetta vegna þess fyrst og fremst, að mér
virðist það nauðsynlegt til skilnings á Tryggva og
samtíð hans. Hér var hann engin undantekning, en
hins vegar koma andstæður aldarfarsins skýrar í ljós
i persónu hans, af því hann var sjálfur flestum mönn-
um stórbrotnari að allri gerð — og lagði sig allan
fram. Mér þykir ljóst vera, að það var arfur og áhrif
æskuáranna, samfara óbilandi starfsþreki og dugnaði,
sem gerði Tryggva Gunnarsson að mikilmenni í sögu
þjóðarinnar, einmitt á þeim árum, sem lömuðu og
bældu niður því lika eiginleika hjá miklum fjölda
landsmanna og neyddu þúsundir manna til að gerast
landflótta.
VI.
Jón Sigurðsson boðaði íslendingum fyrstur fagn-
aðarerindi samtaka og samstarfs upp úr 1840. Fram
til þess tíma hafði allur þorri manna litil eða engin
kynni haft af slíku. Mikil tíðindi stóðu nú fyrir dyrum:
Endurreisn Alþingis og almenn þátttaka í meðferð
þjóðmála, en þar hlaut verzlunarfrelsið að verða
ofarlega á baugi. Síðar, upp úr 1848, við lok einveldis
í Danmörku, kemst stjórnarbótarmálið efst á dagskrá.
Haustið 1844 eru fyrstu reglulegu verzlunarsamtök
bænda stofnuð í Hálshreppi og Ljósavatnshreppi í
Þingeyjarsýslu, að forgöngu síra Þorsteins Pálssonar,
fyrsta alþingismanns Suður-Þingeyinga. Upp úr þessu
verður merkileg hreyfing nyrðra, einkum i Þingeyjar-
sýslu, í samvinnu bænda og samtökum um héraðs-
mál og þjóðmál, er kemst í fastar skorður með stofnun
búnaðarfélags Suður-Þingeyinga 1854, ári áður en
Tryggvi Gunnarsson fluttist í Háls. Hér er ekki unnt
að víkja nánar að félagsstarfi þessu, er hafði sjálf-
sagt nokkra hagnýta þýðingu, en efalaust samt miklu
meira menningargildi. Samtök þessi urðu fyrir hnekki
(91)