Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 40
til Indlands til að leiðbeina þar um fiskveiðar. Jón
Árnason bankastjóri var ráðinn einn af bankastjórum
Alþjóðabankans. Dr. Sigurður Helgason frá Akureyri
tók við kennslu i stærðfræði við Massachusetts
Institute of Technology í Bandaríkjunum. Leifur Ás-
geirsson prófessor var ráðinn til starfa við háskólann
í New York veturinn 1954—1955 (Bjarni Jónss. gegndi
störfum hans við Háskóla íslands). Hreinn Bene-
diktsson var ráðinn lektor í islenzku við Oslóar-
háskóla. Guðmundur Thoroddsen fyrrv. prófessor
starfaði sem læknir í Meistaravík í Grænlandi.
Lausn frá embætti: 1. febr. var Ólafi Jenssyni,
fulltrúa í fjármálaráðuneytinu, veitt lausn frá emb-
ætti. 5. febr. var Gunnlaugi Péturssyni veitt lausn frá
störfum sem fastafulltrúi í ráði Norður-Atlantshafs-
bandalagsins. 6. febr. var sr. Jósefi Jónssyni, presti
á Setbergi, Snæf., veitt lausn frá embætti. 22. febr.
var sr. Jóhanni K. Briem, presti á Melstað, V.-Hún.,
veitt lausn frá embætti. 20. maí var sr. Eiriki Þ.
Stefánssyni, presti á Torfastöðum, Árness., veitt lausn
frá embætti. 20. maí var sr. Jónmundi Halldórssyni,
presti á Stað í Grunnavik, N.-ís., veitt lausn frá
embætti. 24. ág. var Guðjóni Klemenzsyni, héraðs-
lækni i Hofsóshéraði, veitt lausn frá embætti. 24. ág.
var Lúðviki D. Nordal, héraðslækni i Selfosshéraði,
veitt lausn frá embætti. Á árinu fékk Magnús Gisla-
son, skólastjóri héraðsskólans i Skógum, lausn frá
embætti.
[5. okt. 1953 fékk Jón Gunnlaugsson, héraðslæknir
í Reykhólahéraði, lausn frá embætti.]
Fornleifarannsóknir. Unnið var að uppgrefti i
grunni Skálholtskirkju, og unnu að þvi bæði islenzkir
og norskir visindamenn. Fundust þar mjög merkar
fornleifar. Ein hin merkasta þeirra var steinkista
Páls biskups Jónssonar frá 1211. 1 kistunni fannst
beinagrind biskups og haglega skorinn biskupsstafur.
Einnig fundust í Skálholti grafir ýmissa biskupa frá
(38)