Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 45
urðu íslendingar með 5,88% aukningu. Alls syntu á
íslandi 38,154 (1951 36,037). Á íslandi syntu 25,2%
íbúanna, en i Svíþjóð 2,1%. Mest var þátttakan á
Ólafsfirði, 51,7%.
Islendingar tóku nokkurn þátt í íþróttamótum er-
lendis. Landsleikur milli íslendinga og Svía í knatt-
spyrnu var háður í Kalmar 28. ágúst, og unnu Svíar.
Knattspyrnufélag Akraness keppti i Þýzkalandi í
ágústlok og septemberbyrjun. Þá keppti og 2. flokkur
Vals í Þýzkalandi í ágústlok. 3. flokkur K. R. fór í
knattspyrnuför til Danmerkur, keppti þar við ýmis
Norðurlandafélög og var oftast sigursæll. — íslend-
ingar tóku þátt i Evrópumeistaramótinu í frjálsiþrótt-
um í Bern í ágústlok. fslenzkir skiðamenn tóku þátt
i Holmenlcollmótinu við Osló í febrúar og einnig í
sænskum skiðamótum. Fimleikaflokkur frá K. R. hélt
sýningar í Noregi í júlí. Flokkur frjálsíþróttamanna
úr Ármanni tók þátt í íþróttamótum í Finnlandi í
ágúst. Þrír íslendingar tóku þátt í íþróttamóti í
Búkarest í september og í Þýzkalandi i október.
Nokkuð var og um þátttöku erlendra íþróttamanna í
mótum á íslandi. Landsleikur i knattspyrnu milli
íslendinga og Norðmanna fór fram í Rvík 4. júlí, og
unnu íslendingar. Knattspyrnulið frá Hamborg keppti
á Akranesi og i Rvik í mailok og júníbyrjun. Fær-
eyskt kanttspyrnulið keppti hér á landi i ágúst.
Finnskur fimleikaflokkur kom til Islands í júni og
hélt sýningar á ýmsum stöðum. Bandaríski Ólympíu-
meistarinn Whitfield keppti í hlaupum hér á landi
i september.
Haldin var almenn frjálsíþróttakeppni um aðra helgi
júnímánaðar. Tóku þátt í henni 9 héraðasambönd, og
keppendur voru 560. Héraðssamband Strandamanna
gekk með sigur af hólmi. Akurnesingar urðu íslands-
meistarar í knattspyrnu. Skíða- og skautamót voru
með líku sniði og áður. Nokkur áhugi var á róðrar-
íþróttinni, og fór róðrarmót íslands fram á Skerja-
(43)