Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 74
Rafmagn frá Sogsvirkjuninni var leitt á marga hæi
á Suðurlandsundirlendinu, einkum i Rangárvallasýslu
vestanverðri. Rafmagn var leitt á allmarga bæi ?.
Kjaiarneshreppi. Rafveitulína var lögð frá Blönduósi
til Höfðakaupstaðar. Rafmagn frá Gönguskarðsár-
virkjun var leitt á marga bæi i Skagafirði, einkum
í Lýtingsstaðahreppi. Frá Laxárvirkjun var leitt raf-
magn á allmarga bæi í Suður-Þingeyjar- og Eyjafjarð-
arsýslu, t. d. á bæi á Árskógsströnd. — Sýning var
haldin í Hafnarfirði i desember til að minnast hálfrar
aldar afmæiis vatnsaflsvirkjana á íslandi, en þá voru
liðin 50 ár, siðan Jóhannes Reykdal byggði fyrstu
vatnsaflsstöðina hér á landi. Raforkumálaskrifstofan
vann að þvi að gera uppdrætti af helztu fallvötnum
landsins.
Samgöngur og ferðalög. Flugvélar „Loftleiða“,
„Edda“ og' „Hekla“ og „Gullfaxi", flugvél Flugfélags
Islands, héldu uppi áætlunarferðum til útlanda. Miklar
umbætur voru gerðar á „Heklu“. Flugfélag íslands
keypti nýja Skymasterflugvél, „Sólfaxa", er kom til
landsins i desember. íslenzkar flugvélar önnuðust
flutninga til Grænlands, fluttu m. a. nýmjólk og rjóma
til Meistaravíkur. Flugsamgöngur innanlands voru
með líkum hætti og áður. Nokkrir þýzkir flugmenn
luku flugprófi hér á landi.
Eimskipafélag Islands hóf snemma á árinu fastar
áætlunarferðir til Hamborgar, Rotterdam, Antwerpen
og Hull. M.s. „Hekla“ var í förum til Norðurlanda
um sumarið. Annars voru bæði siglingar tii útlanda
og strandferðir með svipuðum hætti og áður. Mikið
kvað að ferðalögum íslendinga til útlanda, og voru
sumt hópferðir. Karlakórinn „Fóstbræður“ fór í sept.
í söngför til Þýzkalands, Hollands, Belgiu, Frakk-
lands og Bretlands.
„Fjallfoss“, nýtt flutningaskip Eimskipafél. ísl.,
smíðað í Danmörku, kom til landsins í marz. S. I. S.
keypti olíuskipið „Litlafell“ frá Sviþjóð, og lcom það
(72)