Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Blaðsíða 102
líftryggingu sjómanna. — Þegar á það er litið, hverju
Tryggvi kom í verk í útvegsmálum á fáum árum
syðra, má það furðulegt þykja og vafalaust einsdæmi
i sögu sjávarútvegsins hér á landi.
XII.
Meðan TryggVi var kaupstjóri Gránufélagsins, hafði
hann vakandi auga á öllum möguleikum til þess að
auka fjölbreytni í framleiðslu landsmanna og bæta
framleiðsluhættina. í Noregi hafði hann m. a. kynnt
sér niðursuðuiðnað Norðmanna og skildi, að hér gæti
verið mikið hagræði fyrir islenzkt atvinnulíf, ef
takast mætti að koma á fót niðursuðuiðnaði. Fékk
hann í því skyni mann til að læra niðursuðu, keypti
áhöld, sem hér heyrði til, og reyndi nokkur ár að
halda uppi niðursuðu á kjöti, silungi og rjúpum, m. m.
Ekki heppnaðist þetta vel og lagðist brátt niður. Þeir
Einar B. Guðmundsson á Hraunum og Snorri Pálsson
kaupstjóri á Siglufirði áttu og þátt í þessum tilraun-
um. Á lika leið fór um nýja aðferð til þess að geyma
kjöt ferskt í tunnum, er Þjóðverjar þóttust liafa fundið
upp og létu mikið af. Tryggva var það mikil raun
jafnan, hversu illa gekk að gera íslenzkt sauðakjöt
að góðri og útg'engilegri vöru, og varði miklum tima
og fyrirliöfn til þess að ná sambandi við Þjóðverja
þessa og fá að læra og nota aðferð þeirra. En liklega
liefur þetta verið skrum að mestu, þvi eigi urðu nein
not uppgötvunar þessarar. Hann mun hafa komið á
fót fyrstu tækjunum hér á landi til gufubræðslu á lýsi
1882, og með árvekni sinni og harðfylgi tókst honum
að gera lýsið frá lifrarbræðslu Gránufélagsins á Odd-
eyri að viðurkenndri gæðavöru. Hann lét einnig
ullariðnaðinn til sin taka, en heppnaðist misjafnt.
Þó átti hann þátt i þvi að útvega Magnúsi bónda
Þórarinssyni á Halldórsstöðum i Laxárdal kembivélar,
sem lengi urðu þingeyskum heimilum að miklu
gagni og fyrirmynd öðrum landshlutum.
(100)