Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Side 102

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Side 102
líftryggingu sjómanna. — Þegar á það er litið, hverju Tryggvi kom í verk í útvegsmálum á fáum árum syðra, má það furðulegt þykja og vafalaust einsdæmi i sögu sjávarútvegsins hér á landi. XII. Meðan TryggVi var kaupstjóri Gránufélagsins, hafði hann vakandi auga á öllum möguleikum til þess að auka fjölbreytni í framleiðslu landsmanna og bæta framleiðsluhættina. í Noregi hafði hann m. a. kynnt sér niðursuðuiðnað Norðmanna og skildi, að hér gæti verið mikið hagræði fyrir islenzkt atvinnulíf, ef takast mætti að koma á fót niðursuðuiðnaði. Fékk hann í því skyni mann til að læra niðursuðu, keypti áhöld, sem hér heyrði til, og reyndi nokkur ár að halda uppi niðursuðu á kjöti, silungi og rjúpum, m. m. Ekki heppnaðist þetta vel og lagðist brátt niður. Þeir Einar B. Guðmundsson á Hraunum og Snorri Pálsson kaupstjóri á Siglufirði áttu og þátt í þessum tilraun- um. Á lika leið fór um nýja aðferð til þess að geyma kjöt ferskt í tunnum, er Þjóðverjar þóttust liafa fundið upp og létu mikið af. Tryggva var það mikil raun jafnan, hversu illa gekk að gera íslenzkt sauðakjöt að góðri og útg'engilegri vöru, og varði miklum tima og fyrirliöfn til þess að ná sambandi við Þjóðverja þessa og fá að læra og nota aðferð þeirra. En liklega liefur þetta verið skrum að mestu, þvi eigi urðu nein not uppgötvunar þessarar. Hann mun hafa komið á fót fyrstu tækjunum hér á landi til gufubræðslu á lýsi 1882, og með árvekni sinni og harðfylgi tókst honum að gera lýsið frá lifrarbræðslu Gránufélagsins á Odd- eyri að viðurkenndri gæðavöru. Hann lét einnig ullariðnaðinn til sin taka, en heppnaðist misjafnt. Þó átti hann þátt i þvi að útvega Magnúsi bónda Þórarinssyni á Halldórsstöðum i Laxárdal kembivélar, sem lengi urðu þingeyskum heimilum að miklu gagni og fyrirmynd öðrum landshlutum. (100)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.