Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Page 106

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Page 106
ásamt fleiri þingeyskum bændum, ásetning og fóður- skoðun að dagskrármáli í búnaSarfélagi Þingeyinga. SíSar, er hann var kaupstjóri orðinn og kynntist búnaSarhögum norðanlands og austan enn betur, varð honum ljósara en nokkru sinni áður, hvílíkt þjóðar- böl fellishættan var frá fjárhagslegu sjónarmiði, en ég ætla, að samúð hans með dýrunum, sem honum var svo rík í huga, hafi eigi átt minni þátt í því, að hann hófst beinlínis handa og réð til baráttu fyrir málstað dýranna og krafðist þess, að það yrði viður- kennt, að ill meðferð á dýrum væri metin hegningar- vert athæfi. í Kaupmannahöfn komst hann í kynni við félagsskap til verndar dýrum og 1885 gaf hann út á vegum Þjóðvinafélagsins fyrsta hefti af Dýra- vininum. Þetta rit, sem kom út i 16 heftum, hafði efalaust stórkostleg áhrif. Það var ákaflega vinsælt, einkum af ungu fólki og börnum, og ég ætla, að flestir íslendingar, sem lásu Dýravininn i æsku sinni, muni sanna það með mér, að áhrifin af þeim lestri hafi þeim drjúg orðið jafnan siðan. Alltaf geta illir og óhugnanlegir atburðir gerzt, en mér er nær að ætla, að óþokkaverk á dýrum, sem þó nokkrum sinnum hafa komið fyrir á síðari árum, bendi fastlega til þess, að eigi sé eins vel séð um það að innræta börnum samúð með dýrum og viðbjóð á niðingsverk- um gegn þeim eins og fyrrum, meðan við naut áhrif- anna af dýraverndarstarfi Tryggva Gunnarssonar. Nátengt þessu var áhugi hans á skógrækt og skrúð- garðagerð. Tryggva var i blóð borin næm tilfinning fyrir öllu, sem betur mátti fara í umgengni manna við hibýli sin, úti og inni. Verður þess snemma vart, að honum féll illa sóðaskapur og hirðuleysi, hvar sem slikt kom fram. Náttúrufegurð, hvar og hvernig sem hún birtist, hafði rík áhrif á hann. Um öndverða daga hans var sjaldan minnzt á skógrækt eða verndun á gróðri og nærfellt ekkert gert af opinberri hálfu í þeim efnum. Nokkur breyting verður samt á þessu (104)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.