Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Page 107

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1956, Page 107
upp úr 1880, og einkum þó á síðasta tugi aldarinnar, enda hefjast þá undir aldarlokin hinar fyrstu gagn- gerðu tilraunir til trjáræktar og verndar skógargróðri landsins. Þessum verkum fylgdi Tryggvi eftir með miklum áhuga. Eins og kunnugt er var Alþingishúsið reist á árunum 1880—1881. Þótti i mikið ráðizt og ærnu fé eytt til þeirrar framkvæmdar. Er helzt að sjá, að landstjórnarmenn hafi þótzt oftaka sig á verki þessu, því að 12 árum siðar var svo ástatt kringum þessa veglegu byggingu, að þar lágu hrúgur af grjót- rusli á við og dreif, er enginn hafði hirðu á að færa á brott. Skúrgarmur hékk þar og uppi frá þeim tima, er verið var að reisa húsið, en í einu horni lóðarinnar var allmikil tjörn. Þegar Tryggvi fluttist til Reykja- víkur, gaf honum hér á að líta. Beitti hann sér þá fyrir því, að lagað yrði til á Alþingishússlóðinni. Hófst sú vinna 1894, og á hinum næstu árum kom hann upp fögrum skrúðgarði, þar sem áður var forar- díki og' grjótruðningur. Við þetta verk lagði hann svo mikla rækt allt frá upphafi og til hins síðasta, að mælt var, að naumast liði sá dagur sumarlangt, er hann var heima, að eigi dveldist hann lengur eða slcemur í Alþingishússgarðinum, en hér reis undan handarjaðri hans einn blómlegasti og fegursti skrúð- garður i Reykjavík. Svo nátengdur var þessi fagri garður Tryggva, að þegar hann var andaður, þótti bezt við eiga að jarðsetja hann þar. Og þar hvilir hann nú í skjóli trjánna, sem hann gróðursetti og annaðist af svo mikilli tryggð og nákvæmni. Annar vottur um áhuga hans á skógrækt og gróðurvernd er sá, að hann gaf Ungmennafélagi íslands væna skák úr landi jarðarinnar Öndverðarness í Grímsnesi, Þrastaskóg við Sog. Hér er hraun skógi vaxið og liggur fagurlega við Sogið og Álftavatn, einn hinn fegursti blettur sem hugsazt getur. Enn hefur Ung- mennafélag íslands lítið gert fyrir Þrastaskóg, annað en að friða hann. Sá tími mun þó áreiðanlega koma (105)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.