Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 32
14 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA rómantískum ljóma, þar sem alt er hafði heillað huga hans mest — sumarkvöldin, sveitafegurðin og sögulegu minjarnar — skipuðu önd- vegið, en hitt hvarf í gleymsku. Þess þurfti eigi við um Kaup- mannahöfn, því að hún varð hon- um þegar ágætlega að skapi; bæði var hún með meiri heimsborgarbrag en Stokkholmur, og í Kaupmanna- höfn, sem þá var og lengi fram eftir hin mikla miðstöð norrænna fræði- iðkana, gafst honum tækifæri til að eiga samneyti við fræðimenn í þeim greinum, sem honum voru sérstaklega hugleiknar, jafn hug- fanginn og hann var af fornöld Norðurlanda. Þar voru að verki á þeirri tíð menn eins og Rasmus Christian Rask, Finnur Magnússon, Svend Grundtvig og C. C. Rafn. Þár í borg var einnig að finna bæði hin ágætustu bókasöfn í norrænum fræðum og gersemar íslenskra fornbókmenta í handritum. Og Long fellow notfærði sér tveggja vikna dvölina í Kaupmannahöfn ágæt- lega, enda tóku margir hinir kunn- ustu fræðimenn í íslenskum og dönskum fræðum honum tveim höndum. Hann lærði dönsku hjá Jörgen Bölling, aðstoðarbókaverði við Konunglega bókasafnið, sem varð honum sérstaklega handgeng- inn, en íslensku hjá Rafn. Hinn síðarnefndi, sem þá var að vinna að hinu mikla safnriti sínu um Vín- landsferðirnar, Antiquitates Ameri- canœ, sá sér leik á borði að fræðast um Indíána í Norður-Ameríku af hinu unga skáldi, og skiptust þeir síðar á nokkrum bréfum þar að lút- andi. — Sbr. Breve fra og til Carl Christian Rafn, Kaupmannahöfn, 1869. — Áhugi Longfellows á nor- rænum og dönskum bókmentum fór eigi heldur fram hjá Rafn, er þóttist sjá, að þar væri góðs liðs- manns að vænta í þágu norrænna fræða vestan hafs, og bauð honum því, rétt áður en hann fór frá Kaupmannahöfn, að gerast félagi í Norræna fornfræðafélaginu. Tók Longfellow kjöri fúslega og hét jafnframt, að “gera alt í mínu valdi til þess að útbreiða þekkingu á bókmentum Norðurlanda meðal landa minna”, og lét hann þar eigi lenda við orðin tóm, er fram í sótti. Eigi gafst honum tóm til að kynn- ast dönskum rithöfundum að neinu ráði, en jafnframt því sem hann var tíður gestur í Konunglega bóka- safninu, hélt hann áfram að kaupa bækur fyrir háskólabókasafnið í Harvard. Stundarheimssókn á Nor- ræna fornminjasafnið gaf ímynd- un hans flugfjaðrir, eins og sjá má af hinni skáldlegu lýsingu í dagbók hans. Hér blöstu honum við sjón- um minjar þeirrar stórbrotnu og sögufrægu fornaldar Norðurlanda, með guðum sínum, hetjum og skáld- um, sem sveipast hafði dýrðarljóma í rómantískum draumum hans. Longfellow voru það mikil von- brigði, að hann gat eigi átt lengri dvöl í Kaupmannahöfn, en af ýms- um ástæðum, og þá einkum vegna veikinda konu hans, varð hann að hverfa þaðan suður á bóginn seinni partinn í september, og lauk þar með sumri hans á Norðurlöndum- Varpaði það að vonum miklum skugga á ferðalagið í heild sinni, að kona hans andaðist stuttu síðar í Hollandi, eins og að framan er greint. En þrátt fyrir þann þunga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.