Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Qupperneq 32
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
rómantískum ljóma, þar sem alt er
hafði heillað huga hans mest —
sumarkvöldin, sveitafegurðin og
sögulegu minjarnar — skipuðu önd-
vegið, en hitt hvarf í gleymsku.
Þess þurfti eigi við um Kaup-
mannahöfn, því að hún varð hon-
um þegar ágætlega að skapi; bæði
var hún með meiri heimsborgarbrag
en Stokkholmur, og í Kaupmanna-
höfn, sem þá var og lengi fram eftir
hin mikla miðstöð norrænna fræði-
iðkana, gafst honum tækifæri til að
eiga samneyti við fræðimenn í
þeim greinum, sem honum voru
sérstaklega hugleiknar, jafn hug-
fanginn og hann var af fornöld
Norðurlanda. Þar voru að verki á
þeirri tíð menn eins og Rasmus
Christian Rask, Finnur Magnússon,
Svend Grundtvig og C. C. Rafn.
Þár í borg var einnig að finna bæði
hin ágætustu bókasöfn í norrænum
fræðum og gersemar íslenskra
fornbókmenta í handritum. Og Long
fellow notfærði sér tveggja vikna
dvölina í Kaupmannahöfn ágæt-
lega, enda tóku margir hinir kunn-
ustu fræðimenn í íslenskum og
dönskum fræðum honum tveim
höndum. Hann lærði dönsku hjá
Jörgen Bölling, aðstoðarbókaverði
við Konunglega bókasafnið, sem
varð honum sérstaklega handgeng-
inn, en íslensku hjá Rafn. Hinn
síðarnefndi, sem þá var að vinna að
hinu mikla safnriti sínu um Vín-
landsferðirnar, Antiquitates Ameri-
canœ, sá sér leik á borði að fræðast
um Indíána í Norður-Ameríku af
hinu unga skáldi, og skiptust þeir
síðar á nokkrum bréfum þar að lút-
andi. — Sbr. Breve fra og til Carl
Christian Rafn, Kaupmannahöfn,
1869. — Áhugi Longfellows á nor-
rænum og dönskum bókmentum
fór eigi heldur fram hjá Rafn, er
þóttist sjá, að þar væri góðs liðs-
manns að vænta í þágu norrænna
fræða vestan hafs, og bauð honum
því, rétt áður en hann fór frá
Kaupmannahöfn, að gerast félagi í
Norræna fornfræðafélaginu. Tók
Longfellow kjöri fúslega og hét
jafnframt, að “gera alt í mínu valdi
til þess að útbreiða þekkingu á
bókmentum Norðurlanda meðal
landa minna”, og lét hann þar eigi
lenda við orðin tóm, er fram í sótti.
Eigi gafst honum tóm til að kynn-
ast dönskum rithöfundum að neinu
ráði, en jafnframt því sem hann
var tíður gestur í Konunglega bóka-
safninu, hélt hann áfram að kaupa
bækur fyrir háskólabókasafnið í
Harvard. Stundarheimssókn á Nor-
ræna fornminjasafnið gaf ímynd-
un hans flugfjaðrir, eins og sjá má
af hinni skáldlegu lýsingu í dagbók
hans. Hér blöstu honum við sjón-
um minjar þeirrar stórbrotnu og
sögufrægu fornaldar Norðurlanda,
með guðum sínum, hetjum og skáld-
um, sem sveipast hafði dýrðarljóma
í rómantískum draumum hans.
Longfellow voru það mikil von-
brigði, að hann gat eigi átt lengri
dvöl í Kaupmannahöfn, en af ýms-
um ástæðum, og þá einkum vegna
veikinda konu hans, varð hann að
hverfa þaðan suður á bóginn seinni
partinn í september, og lauk þar
með sumri hans á Norðurlöndum-
Varpaði það að vonum miklum
skugga á ferðalagið í heild sinni,
að kona hans andaðist stuttu síðar
í Hollandi, eins og að framan er
greint. En þrátt fyrir þann þunga