Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 40

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 40
22 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA efni því, sem hann hafði þannig viðað að sér úr ýmsum áttum, vann hann síðar, er hann ritaði inngang- inn að íslenska hlutanum í safnrit- inu Poets and Poetry of Europe. Samhliða fræðiiðkununum á þvi sviði, opnaðist honum í norrænum bókmentum nýr heimur hugar- hægðar og yndis, og fann þar áður langt leið eggjandi yrkisefni. Eftir lestur fornsagnanna kom honum dag einn árið 1838 skyndilega til hugar að yrkja “þjóðkvæðabálk eða rómantískt kvæði um afrek hins fyrsta djarfhuga víkings, sem sigldi vestur um haf”. Ákvað hann þó að láta það bíða um sinn, en hugmynd þessi hvarf honum eigi úr huga, eins og seinna kom á daginn. Stuttu síðar datt honum einnig í hug, að fella eina af fornsögunum inn í skáldsögu sína Hyperion, en hætti við það, er til kom; eigi all- fáar norrænar tilvitnanir er samt þar að finna. Meira kvað samt að þeirri hug- mynd hans, sem hann hafði á prjón- um um sama leyti, 1839, og hann telur í dagbók sinni fyrir það ár eina af meiriháttar bókmentafyrir- ætlunum sínum, en það var að yrkja söguljóð undir heitinu “The Saga of Hakon Jarl”. Eru gögn fyrir hendi, sem bera því vitni, að hann tók að ráði að leggja grundvöll að slíkum kvæðaflokki, og er eigi tal- ið ólíklegt, að honum hafi komið það yrkisefni í hug fyrir áhrif frá harm- leik Oehlenschlagers Hakon Jarl, eða öllu heldur frá Friðþjófssögu Tegnérs, sem hann dáði mjög. Hvað sem því líður, þá las hann nú gaum- gæfilega í hinni sænsku útgáfu sinni af Heimskringlu — Stokk- hólmi, 1816—’29 — sögur þær, er fjalla um Hákon jarl, Hákonar sögu góða, Haralds sögu gráfeldar og Ólafs sögu Tryggvasonar. Einnig gerði hann drög að kvæðaflokkin- um, með ítarlegri kaflaskiptingu, sem geymst hafa í handritum hans, og benda bæði um niðurskipun og efni fram á við til kvæðaflokks hans The Saga of King Olaf, er hann orti tuttugu árum síðar; einn flokk- ur þess kvæðis ber meira að segja hið upprunalega heiti sitt úr fyrr- nefndum kvæðadrögum, og efnis- meðferðin er hin sama, söguhetj- ainni lýst í bálki sjálfstæðra frá- sagna. Eina kvæðið um norrænt efni, sem hann fullgerði á þessum ár- um, var þó hið kunna og vinsæla kvæði hans “The Skeleton in Armor”. Mun það rétt tilgetið, að honum hafi fyrst komið í hug að yrkja um víkingaferðir vestan hafs, þá er hann las undir hand- leiðslu Rafns í Kaupmannahöfn sögu Þorfinns karlsefnis, en eigi lét hann þó í ljósi þá hugmynd sína fyrri en árið 1838, er hann, eins og að ofan var getið, ráðgerði að yrkja þjóðkvæðaflokk eða rómantískt kvæði um fyrsta norræna manninn, sem til Vesturheims kom. Árið eftir var honum enn hugleikið að yrkja “hetjukvæði um Ameríkufund nor- rænna manna”, enda hafði honuna þá komið hvatning í þá átt frá öðruna atvikum, sem nú verður greint fra- í Newport í Rhode ísland ríki er rúst af sívölum turni, svonefndur “Round Tower”, sem Rafn hafði talið vera af norrænum uppruna og margir aðrir aðhylst þá skoðun hans, en síðar sannaðist það, að þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.