Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 40
22
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
efni því, sem hann hafði þannig
viðað að sér úr ýmsum áttum, vann
hann síðar, er hann ritaði inngang-
inn að íslenska hlutanum í safnrit-
inu Poets and Poetry of Europe.
Samhliða fræðiiðkununum á þvi
sviði, opnaðist honum í norrænum
bókmentum nýr heimur hugar-
hægðar og yndis, og fann þar áður
langt leið eggjandi yrkisefni. Eftir
lestur fornsagnanna kom honum
dag einn árið 1838 skyndilega til
hugar að yrkja “þjóðkvæðabálk
eða rómantískt kvæði um afrek hins
fyrsta djarfhuga víkings, sem
sigldi vestur um haf”. Ákvað hann
þó að láta það bíða um sinn, en
hugmynd þessi hvarf honum eigi úr
huga, eins og seinna kom á daginn.
Stuttu síðar datt honum einnig í
hug, að fella eina af fornsögunum
inn í skáldsögu sína Hyperion, en
hætti við það, er til kom; eigi all-
fáar norrænar tilvitnanir er samt
þar að finna.
Meira kvað samt að þeirri hug-
mynd hans, sem hann hafði á prjón-
um um sama leyti, 1839, og hann
telur í dagbók sinni fyrir það ár
eina af meiriháttar bókmentafyrir-
ætlunum sínum, en það var að
yrkja söguljóð undir heitinu “The
Saga of Hakon Jarl”. Eru gögn fyrir
hendi, sem bera því vitni, að hann
tók að ráði að leggja grundvöll að
slíkum kvæðaflokki, og er eigi tal-
ið ólíklegt, að honum hafi komið það
yrkisefni í hug fyrir áhrif frá harm-
leik Oehlenschlagers Hakon Jarl,
eða öllu heldur frá Friðþjófssögu
Tegnérs, sem hann dáði mjög. Hvað
sem því líður, þá las hann nú gaum-
gæfilega í hinni sænsku útgáfu
sinni af Heimskringlu — Stokk-
hólmi, 1816—’29 — sögur þær, er
fjalla um Hákon jarl, Hákonar sögu
góða, Haralds sögu gráfeldar og
Ólafs sögu Tryggvasonar. Einnig
gerði hann drög að kvæðaflokkin-
um, með ítarlegri kaflaskiptingu,
sem geymst hafa í handritum hans,
og benda bæði um niðurskipun og
efni fram á við til kvæðaflokks
hans The Saga of King Olaf, er hann
orti tuttugu árum síðar; einn flokk-
ur þess kvæðis ber meira að segja
hið upprunalega heiti sitt úr fyrr-
nefndum kvæðadrögum, og efnis-
meðferðin er hin sama, söguhetj-
ainni lýst í bálki sjálfstæðra frá-
sagna.
Eina kvæðið um norrænt efni,
sem hann fullgerði á þessum ár-
um, var þó hið kunna og vinsæla
kvæði hans “The Skeleton in
Armor”. Mun það rétt tilgetið, að
honum hafi fyrst komið í hug að
yrkja um víkingaferðir vestan
hafs, þá er hann las undir hand-
leiðslu Rafns í Kaupmannahöfn
sögu Þorfinns karlsefnis, en eigi
lét hann þó í ljósi þá hugmynd sína
fyrri en árið 1838, er hann, eins og
að ofan var getið, ráðgerði að yrkja
þjóðkvæðaflokk eða rómantískt
kvæði um fyrsta norræna manninn,
sem til Vesturheims kom. Árið eftir
var honum enn hugleikið að yrkja
“hetjukvæði um Ameríkufund nor-
rænna manna”, enda hafði honuna
þá komið hvatning í þá átt frá öðruna
atvikum, sem nú verður greint fra-
í Newport í Rhode ísland ríki er
rúst af sívölum turni, svonefndur
“Round Tower”, sem Rafn hafði
talið vera af norrænum uppruna og
margir aðrir aðhylst þá skoðun
hans, en síðar sannaðist það, að þar