Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 46
Hátt og lágt
Efiir dr. J. P. Pálsson
Donni litli var háttaður, en glað-
vakandi. Hann kærði sig ekkert um
að sofna. Reyndar var ekkert gaman
að vaka heldur, og það þó jólin væru
komin, eða því sem næst. Nú væru
þau komin, hefði ekki mamma Bensa
flutt úr húsinu. Þó hann skildi ekki,
því þeirra jól komu kvöldi fyrr en
hans, var hann hæst ánægður með
það. Það var meira gaman, að halda
tvenn jól en ein, það er að segja, með
Bensa. Donna jól voru á morgun, en
hann hlakkaði ekkert til þeirra. —
Honum hafði ætíð þótt Bensa-jólin
skemtilegri, hvort sem var.
Donni athugaði tunglið, út um
gluggann sinn. En þegar hann sá það
ekki hreyfast, misti hann allan áhuga
fyrir því. Aðeins náttlampinn logaði
í herberginu, og Donna fanst það
óvenjulega stórt í kvöld, en hann
sjálfur óvenju lítill; og þegar hann
hugsaði um, hvað alt húsið var stórt,
fanst honum hann verða enn þá
minni. Svona var það ævinlega þeg-
ar hann var einn heima. Og verst, að
honum fanst hann vera aleinn, þó
Súsa, vinnukona, væri að bauka ein-
hversstaðar. En þegar mamma var
heima, þá var húsið ekki lengur
svona óttalega stórt, en hann sjálf-
ur stór, eða nokkuð stór. Og þegar
Bensi og mamma Bensa áttu líka
heima í því, var það bara mátulegt.
Donni skildi ekkert í þessu fremur
en svo mörgu öðru, en hann var hætt-
ur að spyrja um það, sem hann skildi
ekki. Annaðhvort vissi ekki mamma
hans meira en hann, eða hún vildi
ekki að hann vissi eins mikið og hún.
Svo var sumt leyndarmál, sem eng-
inn mátti tala um, eins og til að
mynda, jólatréð og jólagjafirnar. —
Þegar Donni var búinn að hjálpa
pabba og mömmu til að skrýða tréð,
var hann strax sendur í rúmið. Nú
voru þau að hengja gjafirnar á tréð,
en það var leyndarmál, svo Donni
mátti ekki sjá þau gera það. Samt
þóttist hann viss um, hvað var í
hverjum böggli. Mamma hans hafði
látið hann segja sér, hvað Santi átti
að gefa honum, og skrifað það niður
á blað. Svo hafði hún farið í búðirn-
ar og keypt það. Hann átti ekki að
vita neitt um þetta, og það var ekki
honum að kenna, að hann vissi það-
Enda sagði hann engum frá því —
fyrst hann náði ekki í Bensa. En því
var mamma að skrifa Santa um jóla-
gjafir, fyrst hún keypti þær sjálf ? • • •
Ekki til neins að spyrja neinn um
það. En gaman hefði verið að tala um
þetta við Bensa. Því þó hann vseri
ekki fær um að leysa flókin spurs-
mál, varð margt skiljanlegra, eftir að
þeir töluðu saman um það. Eins og til
dæmis, þetta um kofann hans Bensa.
Donni hafði verið að brjóta heilann
um það, af hverju hann átti heima i
stóru húsi uppi á Fagurhæðum, en
Bensi og mamma hans í kofa niður a
Kotstræti. Mamma hans virtist ekki
vita það, en Bensi sagði, að hann og