Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 49
HÁTT OG LÁGT
31
Donni heyrði líka oft talað um, að
einhver þyrfti að ganga í þetta.
Stundum átti það að vera kvenfélag-
ið eða presturinn. Stundum læknir-
inn, eða félag heimkominna her-
manna. Donni hélt að þetta, sem ætti
að ganga í, væri kofinn, og skildi ekk-
ert í, hvernig alt þetta fólk kæmist
þar fyrir. Hann spurði þó ekki um
þetta, svo ekki yrði hlegið að hon-
um. Hann spurði ekki einu sinni, því
mamma hans gengi ekki í þetta. . . .
Einu sinni hafði mamma Donna
sent Súsu, vinnukonu, niður í kof-
ann, til að hreinsa til í honum. Þar
var hún allan daginn að þvo og laga
til. Drengirnir voru að hjálpa henni
alt sem þeir gátu, en Súsa var bara
onug og sagði, að þeir tefðu fyrir sér.
Svo næsta dag fóru mömmurnar og
drengirnir með stóra körfu af als-
konar góðgæti, og létust vera að búa
í kofanum. Donna fanst þau alveg
fylla kofann, og þegar þau komu
heim var húsið þeirra miklu stærra
en áður, og þó Súsa væri þar líka,
var það nærri alveg tómt. . . Það var
ftnklu skynsamlegra að allur þessi
fjöldi, sem átti að ganga í þetta, kæmi
1 húsið þeirra heldur en í kofann. Og
þar hafði mamma Bensa verið, þeg-
ar hún gekk af göflunum. En svo
Varð Donni ruglaður af að hugsa um
alt þetta. Það var ekki einu sinni
leyndarmál! . . .
Donna fanst hann vera ósköp lítill,
Parna í rúminu, aleinn, á jólanóttina.
ví þó Súsa væri að drekka te og éta
"ökur með piltinum sínum, niðri í
eldhúsi, var hún langt í burtu. . . .
f’unglig var gengið fyrir gluggann,
Svo Donni fór fram úr rúminu, til að
aía hvað því liði. Hann sá ekki að
Pað hefði ferð-ast langt, en það var
þó talsverð ferð á því milli skýjanna.
Af og til lýsti það upp hlíðina, svo
Donni sá alla leið niður á Kotstræti.
Handan við strætið blikuðu borgar-
ljósin í þúsundatali. . . .
Donni var viss um, að hann þekti
ljósið hjá Bensa. Skyldi hann og
mamma hans sitja þar þegjandi og
jólalaus? — Ekkert tré? — Engar
jólagjafir? — En Donna tré svona
stórt og skrautlegt. — Og þessi
ógrynni af jólagjöfum, sem hann átti
að fá! Og hvað átti hann að gera með
þær, fyrst hann mátti ekki leika sér
að þeim með Bensa? — Nei, mamma
Bensa mundi ekki kaupa jólagjafir
og hafa jólatré, fyrst hún var gengin
af göflunum. Og Donni hafði enga
trú á Santa, ef enginn keypti gjaf-
irnar.
En ef allur þessi sægur, sem ætti
að ganga í það, stefndi í kofann i
kvöld. Donna fanst það ólíklegt. All-
ir væru að búa sig undir jólin heima
hjá sér eða hafa partí. En nú datt
honum nokkuð í hug. Fyrst enginn
vildi ganga í þetta, þá var líklega
best að hann gerði það sjálfur.......
Þarna blikaði ljósið hans Bensa.
Tunglið skein milli skýjanna og lýsti
upp snjóbreiðuna. Ef Donni kæmist
með eitthvað af jólabögglunum sín-
um ofan í kofann, gætu þeir haft þar
Bensa-jól. Hann klæddi sig í snatri,
og brá sér niður í stofuna. Þar stóð
tréð í allri sinni dýrð, eða því sem
næst. Á morgun yrði það enn þá fal-
legra, þegar mamma kveikti á ljós-
unum.
,Stofan var björt og hlý. Tjöldin
voru ekki dregin fyrir gluggana,
svo þeir sem fram hjá gengu, gátu
séð, hvað jólin voru falleg. Og það