Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Side 50
32
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
var gott, af því þeir áttu kannske
engin jól sjálfir.
Já, hér voru sannarlega nógar jóla-
gjafir handa báðum drengjunum. . .
Donni hljóp aftur upp á herbergið
sitt og sótti gamlar buxur af sér. Svo
leysti hann utan af tveimur jóla-
bögglum og batt spottana neðarlega
um skálmarnar á gömlu buxunum.
— Bensi hafði einu sinni búið til
svona poka úr buxunum sínum. —
Donni tíndi bögglana í buxnapokann,
þangað til hann var viss um að nóg
var komið í Bensa-jól. Hann fór hægt
og gætilega, svo Súsa, vinnukona,
heyrði ekki til hans, því 'nú fanst
honum enginn spölur fram í eldhús,
og hann var ekki lengur viss um, að
hún væri að drekka te og borða kök-
ur með piltinum sínum. Og ef hún
yrði hans vör, mundi hún verða
vond og skipa honum í rúmið. En alt
gekk eins og í sögu. Hann opnaði
framhurðina og lagði hana aftur á
eftir sér svo hljóðlega, að Súsa gat
ekki hafa heyrt neitt. Svo var hann
aftur orðinn viss um, að hún væri að
drekka te og borða kökur með pilt-
inum sínum.
Donni hafði hugsað sér, að hlaupa
í einum spretti niður Fagurhæðir,
eins og hann og Bensi höfðu svo oft
gert. En það var á sumrin og enginn
snjór. Og nú varð Donni alveg hissa
hvað snjórinn tafði fyrir honum. Bíl-
vegur lá niður hlíðina, en hann lá í
ótal krókum og var miklu lengri. Svo
hafði drengjunum verið harðbannað
að fara hann. Svo vissi Donni, að ef
einhver mætti honum, mundi hann
verða sendur heim og í rúmið. Þetta
ferðalag Donna var ekkert gaman,
eins og hann hafði þó búist við. Loft-
ið var nú alt þakið skýjum, og tungl-
ið horfið. Svo var jólabyrðin meir en
lítið óþæg. Ýmist valt hún út af öxl-
inni, eða slangraðist fram fyrir
hann og drógst í snjónum. Hann var
orðinn reiður við alt saman — bögg-
ulinn, tunglið, en mest við snjóinn.
Samt ólmaðist hann áfram og komst
loks ofan á Kotstræti, kófsveittur og
lafmóður. En nú sá hann, að ljósið,
sem hann hélt að skini úr gluggan-
um hans Bensa, var í alt öðrum kofa.
Svo gerði það lítið til, því hann þekti
vel til á strætinu, og fann fljótlega
heimili Bensa. Er þar var ekkert ljós
og enginn reykur upp úr rörpípunni.
Þetta var í fyrsta skifti, að Donni tók
eftir því, að enginn strompur var á
Kotstræti. Bara rörpípa upp úr
hverjum kofa. Ekki var það jólalegt,
því Santi fór ætíð niður um stromp-
inn. Og Donni tók nú minna mark a
Santa, en nokkru sinni áður.
Donni bankaði að dyrum, en eng-
inn opnaði fyrir honum. Svo barði
hann á hurðina oft og lengi, og eng-
inn kom. Hann reyndi að opna, en
hurðin var læst. Enginn heima. Og
Donni varð alt í einu ósköp lítill °S
lúinn drengur, sem settist á dyra-
þrepið. Það var gott að hann var þar
í skugga, svo enginn sæi hann, ÞV1
hann var víst ekki góður drengui,
fyrst hann fór upp úr rúminu og tók
böggla af jólatrénu til að fara með
niður í Kotstræti. Og alt í leyflS"
leysi! Þó var verst að honum hafði
verið harðbannað, að heimssekja
Bensa. En það gat varla verið ljótt,
þegar Bensi var ekki heima. Samt
vildi hann að Bensi væri kominn-
Hann ætlaði, meira að segja, að bíða
við og vita, hvort hann og mamma
hans kæmu ekki heim. . . . En ef ein-
hver hefði nú loksins gengið 1