Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Side 58
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
1929, en varð formaður hennar og
formaður skólanefndar Gagnfræða-
skólans á ísafirði árið 1931. —
Mun hann hafa haldið þeim sæt-
um síðan, meðan hann dvald-
ist á ísafirði. — Bókmentasögu
og bókasafnsfræði kendi hann allan
tímann við Gagnfræðaskólann. Auk
þess var hann fyrstu árin kennari
við Kvöldskóla iðnaðarmanna og
skólastjóri hans eitt ár. En er safns-
störfin ukust, varð hann að gefa upp
þá stöðu.
Árið 1930 kastaði Hagalín sér í
stjórnmálabaráttuna sem Alþýðu-
flokksmaður, og vann hann þeim
flokki síðar bæði við undirbúning
kosninga og sem leiðtogi í verkfalls-
málum, 1931 og ’32. Var hann 1932
kosinn ritari, síðar varaforseti Al-
þýðusambands Vestfjarða og endaði
hann sem heiðursfélagi þess 1942.
Tvisvar var hann kosinn formaður
Félags Alþýðuflokksins á ísafirði,
1933 og 1937. Eftir 1933 var hann
líka í stjórn Alþýðusambands Is-
lands. Þess má geta, að 1934 fékk
Hagalín nokkra launaviðbót, og
1937 var hann gerður að prófessor í
viðurkenningarskyni fyrir vel unn-
ið starf. Var það maklegt, þótt mér
þyki prófessors-nafnbótin lítill sómi
rithöfundum.
Árið 1934 var Hagalín kosinn í
Bæjarstjórn ísafjarðar. Var bæjar-
stjórnin rofin haustið 1934 og efnt til
nýrra kosninga í janúar 1935. Þá var
Hagalín kosinn forseti bæjarstjórn-
arinnar, og mun hafa haldið því
sæti, meðan hann var á ísafirði.
Hefir hann gegnt fyrir bæjarstjórn
störfum, sem hér mundi of langt upp
að telja. Má segja að hann hafi átt
sæti í nefndum, sem fjallað hafi um
flest eða öll mál bæjarins. Þó verð-
ur að geta þess sérstaklega, að vet-
urinn 1936—’37 fór hann til Dan-
merkur og Svíþjóðar eigi aðeins til
þess að útvega ísfirðingum markað
fyrir framleiðslu nýstofnaðrar
rækjuverksmiðju — en Hagalín var
formaður verksmiðjunefndarinnar,
— heldur líka til að ú.tvega bænum
efni til fyrirhugaðrar raforkustöðv-
ar. Kom Hagalín þessum málum
fram með aðstoð góðra manna, og
eru nú verksmiðjan og rafstöðin í
tölu mikilsverðustu fyrirtækja ísa-
fjarðar.
Þá var Hagalín einn af aðalfor-
göngumönnum að stofnun nýs út-
gerðarfélags, Njarðar, 1938 og for-
maður þess frá byrjun. Eignaðist fé-
lagið brátt sex vélbáta og hefir
blómgast vel.
Loks kusu ísfirðingar Hagalín að
formanni í Kaupfélagi sínu, 1936.
Nær það yfir Norður-ísafjarðar-
sýslu og er skift í átta deildir, rekur
tvö hraðfrystihús og fiskverkunar-
stöð, verslar með timbur og kol og
hefir komið upp mjólkurstöð. Þá var
hann varaformaður í Samvinnufe-
lagi ísfirðinga.
Alt þetta sýnir ljóslega, að Haga-
lín hefir eigi aðeins verið hvekkur
í hvers manns koppi vestur þai 1
ísafirði heldur einnig hitt, að ísfirð
ingum hafa ekki þótt ráð ráðin nema
Hagalín hefði þar hönd í bagga með
þeim.
En þessi mikla þátttaka Hagalms j
opinberum málum bregður líka lj°sl
á annað atriði: efnisvalið í bókum
hans. Hann skrifar Sturlu í Vogurn
um hina fyrstu kaupfélagshreyf'
ingu á Vestfjörðum einmitt á Þelin
árum, sem hann sjálfur er að hjálpa