Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Side 59
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN FIMMTUGUR
41
til að skipuleggja Kaupfélag ísfirð-
inga. Og það er vafasamt, hvort
honum hefði dottið í hug að skrifa
hina einkennilegu og umdeildu bók,
Konungurinn á Káljsskinni, ef hann
hefði ekki sjálfur í mörg ár verið í
framfærslunefnd bæjarstjórnar og
sem slíkur verið heimagangur á
Elliheimilinu á ísafirði.
III.
Það væri að vonum, þótt ritstörf-
in hefðu stundum lent á hakanum
hjá manni, sem svo mjög hefir verið
opinberum störfum hlaðinn. Enda
naá sjá þess nokkur merki. Það var
eiginlega ekki líkt Hagalín, að láta
fjögur ár líða frá útkomu bókarinn-
ar: Guð og lukkan, 1929, þar til hann
sendi frá sér hina næstu: Kristrúnu
í Hamravík, 1933.
En eins og ég lýsti í Iðunnar-grein
minni, 1934, þá ber Kristrún í
Hamravík þess vott, að höfundur-
inn hafði ekki setið auðum höndum.
Því þótt sagan sé í raun réttri í
beinu framhaldi af eldri ritum
hans að efnisvali og skoðunum, þá
er hún stórmerk nýjung að stíl. Því
hér hefir Hagalín í fyrsta sinn reynt
að stæla hugsanir og málfar forn-
eskjulegrar konu vestfirskrar, eins
°g hann hafði dreymt um að gera,
þegar hann skrifaði formála Strand-
óúa. Má og vera, að norskar og
arnerískar mállýsku-bókmentir hafi
^ent honum í áttina, og enn mega
stílnýjungar Þórbergs hafa verið
honum eggjun að spreyta sig.
Hafi Hagalín verið nokkuð efins
Urtl viðtökur þær, er Kristrún fengi,
sá ótti fljótt hafa horfið, er
ann sá, hve vel henni var fagnað
ritdómendum og alþýðu. Eflaust
hafa þessar vinsældir bókarinnar
komið honum til að snúa hluta úr
henni í leikrit, Kristrún í Hamravík
og Himnafaðirinn, 1935. Var það
leikið í Reykjavík, frumsýning 5.
nóv. 1935., með móður hans í hlut-
verki Kristrúnar, og þótti mörgum
vel takast.
Næst eftir Kristrúnu í Hamravík
kom smásagnasafnið Einn af postul-
unum og fleiri sögur, 1934. Kipti þar
enn í kyn Gunnars gamla á Máfa-
bergi, þar sem þessi nýi postuli var.
Lýsir Hagalín honum af glettum
miklum, en þó af fullri samúð og
aðdáun fyrir hinum frumstæða,
óheflaða en mergjaða syni náttúr-
unnar. Teflir hann Einari tófuskyttu
gegn rétttrúuðum klerki, og lætur
hann snúa presti til hinnar raun-
sæu, en ódogmatisku trúar á lífið,
í stað syndar og dauða. En í “Sæt-
leika syndarinnar,” sem er ein for-
kostuleg gamansaga, lýsir Hagalín
rétt náttúrugóðum kvennmanni, er
komist hefir í heldur krappan dans
milli freistinga holdsins — í líki
nýrra lundabagga og blóðmörs-
keppa — og heilagleika trúboðans
á aðra höndina. Og með tilstyrk
ektamannsins bera blóðmörskepp-
irnir sigur af þeim hólmi. “Við
fossinn” er og lagleg saga, meira í
ætt hinna eldri rómantísku smá-
sagna Hagalíns.
Fyrsta veturinn sem Hagalín var
á ísafirði bjó hann í sama húsi og
bryggjuvörður bæjarins, Sæmund-
ur Sæmundsson, gamall hákarlafor-
maður. Datt Hagalín þá í hug, hvort
ekki mundi vera hægt að semja
nýja íslendingasögu upp úr ævi-
hans. Varð úr því bókin Virkir dag-
ar, I., 1936, er svo varð vinsæl, að