Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Qupperneq 60
42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
upplagið seldist alt og varð að
prenta aðra útgáfu af fyrra bind-
inu, 1937, áður en hið síðara kom út
1938. En engan þarf að undra vin-
sældir bókarinnar jafn-fleytifull
og hún er af góðum sögum, ævin-
týrum og svaðilförum hákarlafor-
mannsins.
Sama árið og Virkir dagar, II.,
kom líka út hin mikla saga hans í
tveim bindum: Sturla í Vogum, ’38.
í þessari stóru skáldsögu mun
Hagalín hafa ætlað að sýna þjóð-
félagshreyfingar þær á Vestfjörðum,
er fyrst breyttu hinum forneskju-
legu og einrænu útkjálkamönnum
í samvinnumenn, menn sem hugs-
uðu á félagslega vísu. Hagalín hafði
lýst komu jafnaðarmenskunnar til
Vestfjarða í Brennumönnum, 1927,
en það var jafnaðarstefna Alþýðu-
blaðsins frá 1916. Hér skygndist
hann lengra aftur í tímann til þess,
er hinir afskektu smábændur
fóru fyrst að rumska og reyna að
taka höndum saman gegn dönsku
kaupmönnunum og gegn hinum
valdamiklu stórútgerðarmönnum,
er réðu lofum og lögum vestur þar
í fjörðunum, — mönnum eins og
Melakonginum, — mönnum eins og
þeim frændum Hagalíns, sem hann
lýsir í smásögunni “Frændur.” Að
sumu leyti fjallar bókin því um
sömu þjóðfélagshreyfingu og Leys-
ing Jóns Trausta, en þar eru átökin
hreinlega á milli kaupmanns og
kaupfélagsins, hér eru þau fremur
milli ríkisbokkanna vestfirsku og
hinna fátækari bænda.
En hér lá líka annar fiskur undir
steini. “Hún er ekki bara sveita- og
útnesjasaga,” skrifaði Hagalín um
bókina 14. ágúst 1937. “Hún tekur til
meðferðar mál í ljósi þeirrar
reynslu og þeirra athugana, sem ég
hefi fengið og gert hér á seinni ár-
um. Hún er hornsteinn að því, sem
koma skal. Og mál hennar er al-
heimsmál, hvernig sem ég kann að
tala því. Hún er um það, hvernig
manni verður við, þegar hann tek-
ur eftir hinu mikla volduga als-
herjar augliti: manneskjunni í ver-
öldinni — og hvað það leiðir af sér.”
Það var þetta auglit, sem Hagalín
þóttist hafa séð, er hann gerðist jafn-
aðarmaður, — og það er hið sama
auglit, sem hann lætur Sturlu í Vog-
um sjá, þegar drottinn hefir slegið
hofmóð hans í duftið eftir hinn vo-
veiflega dauða konu hans. Hann segir
þetta alt berum orðum í Sturlu í
Vogum II., 293. En samt, eins
og vant er um Hagalín, er
boðskapur hans fremur fólg-
inn í persónunum heldur en i
boðorðum höfundarins sjálfs. Jo-
hannes guðsspjallamaður segir:
“í upphafi var orðið”, en Hagalín
mundi orða það “í upphafi var per-
sónan.” Því hvenær sem Hagalin
hefir eitthvað, sem hann vildi sagt
hafa, og það hefir hann ósjaldan, þa
lætur hann karla sína og kerlingar
segja það. Eitthvert besta dæmi
þessa er karlinn “Einn af postulun-
um,” sem með framkomu sinni einni
saman, óviljandi og óafvitandi snýr
nýbökuðum, rétttrúuðum sáluhirði
sínum til sinnar ódogmatisku truar
á lífið.
Sturla í Vogum er engin undan-
tekning í þessum efnum: það eru
persónurnar fyrst og fremst, sem
tala því máli sem Hagalín vill boða.
Hér er þá fyrstur á blaði Sturla
Þórðarson sjálfur, sjálfseignarbóndi