Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Side 61
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN FIMMTUGUR
43
í Vogum. Hann hefir verið alinn
upp á sveit og ekki mulið undir
hann af kotbóndanum, fóstra hans,
en með því að strákur er bæði sterk-
ari og hraustari en hans jafnaldrar,
þá líður ekki á löngu, uns hann rís
gegn umhverfinu og fer sinna ferða.
Nú er hann auk þess sá giftumaður,
að lenda hjá góðum og guðhræddum
manni, Birni gamla í Vogum, sem
selur honum jörðina, þegar kona
hans fer til Guðs. Sú er önnur gifta
Sturlu, að hann eignast ágæta konu,
“þá hreinu lilju” eins og Björn
gamli kallar hana, konu sem hefir
að vísu verið alin upp á sveit, en
ekki hjá kotbónda eins og Sturla,
heldur sjá sjálfum sveitarhöfðingj-
anum á Hömrum.
Með þessa myndarkonu við hlið
sér hleypir Sturla eigi aðeins upp
alitlegum barnahóp, heldur verða
líka tvö höfuð á hverju kvikindi
hans, en fjórir fiskar á öngli hverj-
um, og peningarnir velta inn í spari-
sjóðinn. Engin furða, þó að grann-
ar hans, Neshólapakkið, latt, fátækt
°g illmálugt, ætlaði hann heldur
fingralangan, enda var því trúað af
afþýðu. En höfðingjarnir á Hömr-
þótt þeim væri eigi um þenna
uPpreisnargjarna bónda, sem þau
gátu ekki haft í hendi sér, þessir
höfðingjar létu ekkert slíkt ásann-
ast um þennan ófyrirleitna mót-
stöðumann sinn. Hamrahjónin við-
Urkendu drengskap hans og dugnað
til fulls — þótt þau gætu aldrei
fyrirgefið honum skort hans á vika-
kpurð og andstöðuna í sveitarmál-
uuum.
Sannleikurinn er sá, að bæði
Hamrahjónin og Sturla eru af sama
bergi brotin, það er hinn drenglyndi
athafnasami, kappgjarni og léttlyndi
höfðingi, sem er uppáhald Hagalíns
frá gamalli tíð. Hann á þessa höfð-
ingja í ættinni og kenning Nietz-
sches kastaði á þá ævintýrabjarma
ofurmennisins í æsku. Þeir verða
altaf kjarni fólksins í augum Haga-
líns, en þeir verða að læra að gera
mál fólksins að sínu máli, í stað þess
að hafa fólkið að hálfgildings þræl-
um. Það er þetta, sem Sturlu lærist
loks í milli kvarnarsteina örlag-
anna.
Sturla getur risið í jötunmóði
gegn höfuðskepnunum, þrjóskast
við bellibrögðum andstæðinga
sinna og hundsað almenningsálitið.
En vígreifni hans er ekki hættu-
laus. Hún getur snúist í takmarka-
lausa fyrirlitningu á öllum almenn-
ingi, sem ekki stendur með honum.
Henni getur jafnvel slegið inn, svo
að hún verði að hlífðarleysi við
konu og börn. Þetta hlífðarleysi
Sturlu er ekki mikið í samanburði
við hörku Bjarts í Sumarhúsum. En
það er nóg til þess, að ástarþurfa
kona kenni sig afskifta, er hana
skortir atlot þau, er bóndi hennar
hefir ekki tíma til að veita henni í
annríki og áhyggjum daganna.
Fyrir bragðið verður hún óeðlilega
næm fyrir áhrifum bófans Magnús-
ar í Neshólum. Gagnvart áleitni
hans kvelst hún eins og maður und-
ir martröð, og þegar fund þeirra ber
saman á örlagastund í fjósinu í Vog-
um, snemma morguns í skammdeg-
inu. þá hefir hún að vísu krafta til
að etja á hann manneygu nauti, sem
stangar hann í hel, en sjálf verður
hún svo miður sín, að hún rjátlar út
í snjómugguna, fæðir barn sitt