Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 83

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 83
FELIX MENDELSSOHN 65 síðar Schumann, sem var á líkum aldri og Felix; meðal vísindamanna og bókmentamanna Humbolt, Bunsen og Jakob Grimm. Einn mál- arinn, Hensel að nafni, kvæntist Fanny. í þessum samkvæmum lagði hver það til málanna, sem hon- um var hugleiknast, og tóku börn- in allajafna þátt í skemtununum. Þetta varð eigi aðeins til þess, að veita þeim meiri mentun og and- legan þroska, heldur og gaf þeim þá ytri siðfágun og glæsimensku, sem jafnan einkendi þau. Auk þessa voru hljóðfæra og söngmót um hönd höfð annan hvorn sunnudags- morgun í hinni rúmgóðu gestastofu, sem tók um hundrað manns. Stjórnaði Felix að jafnaði, Fanny lék á píanó, Rebekka söng og Paul lék á knéfiðlu; voru þá oftast æfð hans eigin lög. Á efri árum sínum sagði Abraham Mendelssohn einhverju sinni bros- andi við vini sína: “Þegar ég var drengur, var ég þektur sem sonur föður míns; nú er ég- þektur sem faðir sonar míns”. Þetta var náttúr- lega hárrétt sjálfslýsing og, án þess að hann gerði sér grein fyrir því, honum til hróss, því auk þess sem hann hafði verið góður sonur, var hann fyrirmynd feðra; því mjög er það talið vafasamt, að Felix hefði ^okkurn tíma orðið það, sem hann varð, ef ekki hefði verið fyrir stjórn °g viturlegar leiðbeiningar föður ^ans, sem hvatti son sinn og leiddi an þess þó, að íþyngja honum um °f eða á hinn bóginn spilla honum ^aeð of miklu dálæti. Til þess að fá sterkari vissu fyrir því, að hann væri á réttri braut, tók hann dreng- lnn rneð sér, sextán ára gamlan, alla leið til Parísarborgar og fékk hið merka tónskáld Cherubini til að líta yfir tónverk hans og segja álit sitt um þau. Svarið var ótvírætt, og hafði þó Cherubini verið ótamt, að hæla verkum annara tónskálda. í þá tíð voru ferðalög með ólíkum hætti og nú gerist. Á sjó var farið með seglskipum, sem stundum voru furðu fljót í förum, ef vel byrjaði, en ef illa lét, hröktust fjrrir veðrum og vindi svo vikum skifti. Á landi var aðallega um þrent að velja: Að fara fótgangandi, sem mjög tíðkaðist meðal fátækra stúdenta og listamanna, að ríða á hestbaki, eða ferðast með hinum stóru flutnings hestavögnum, sem auðvitað voru mest hafðir fyrir langferðir á landi, líkt og járnbrautir nú á dög- um. Að vísu var gufuvélin komin í gang fyrir daga Mendelssohns, en gufuskip hættu sér lítt út úr árós- um lengi vel, og fyrstu járnbrautir voru ekki lagðar um. meginland Evrópu fyr en fáum árum fyrir and- lát hans. En menn ferðuðust samt, því annað betra þektist ekki, og svo var fólk ekki í þessu sífelda kapp- hlaupi við tímann, þrátt fyrir það, að mannsævin var að mun styttri þá en nú. Abraham hvatti son sinn til ferðalaga, og gaf honum auðvitað nægan farareyri. Það var partur af mentun hans, að kynnast heimin- um, og um leið að láta umheiminn kynnast honum. Fyrstu ferðina fór Felix, þegar hann var 11 ára, með einka-kennara sínum í tónfræði, C. F. Zelter, sem var mikill vinur Goethes, til að heimsækja hið aldna skáld í Weimar. Varð Goethe svo hrifinn af þessu hægláta og hátt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.