Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 86

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Page 86
68 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA komið á leiksvið nema sá fyrsti þetta eina kvöld í Berlín, sem áður er sagt. Munu þau vonbrigði hafa að einhverju leyti orðið orsök þess, að hann tók að gefa sig að trúar- og biblíusöngvum. í Dusseldorf byrj- aði hann á Söngdrápunni um Pál postula, sem sungin var þar þrem- ur árum síðar, eða árið 1836; var hún endurtekin víða og vann eink- um hylli á Englandi. Tíu árum síð- ar hafði hann fullgjört hina síðari drápuna um spámanninn Elías. sem hann stjórnaði og lét syngja fyrst í Birmingham á Englandi og víðar í sömu ferð. Er Elías talinn með því allra besta af þeirri tegund trúar- söngva, að undanteknum verkum Bachs og Handels á þeirra háleit- ustu stundum. Hér að framan hefir aðeins verið stiklað á nokkrum hinum stærri og alþektustu tónsmíðum Mendels- sohns, sem mestri hylli náðu, en auk þeirra samdi hann kynstrin öll af stærri og smærri lögum fyrir fleiri eða færri hljóðfæri. Þar við bætist aragrúi af sönglögum fyrir flokka eða til einsöngs; mikið af því fjölraddaða til kirkjusöngs. Af einsöngvunum eru nú alkunnastir, að minsta kosti hér á vestur-slóð- um, Á söngva vœngjum, Blómsveig- urinn, og svo Gondolasöngvarnir frá Feneyjum, sem munu hafa orðið til í ítalíu-ferðinni. Mendelssohn þótti með afbrigð- um góður leiðari söngflokka og hljóðfærasveita, og er eiginlega tal- inn hinn fyrsti, sem verulega leit- aðist við að hafa áhrif á túlkun og skilning hluttakenda á tónverkun- um. Er sagt, að flestir fyrirrennar- ar hans hafi látið við það sitja, að stjórna hraða og tónfalli, og sjá um, að allir yrðu samtaka, hver á sínu sviði. Hann gróf úr ösku ýms merk tónhljóð, sem fallin voru í gleymsku eða höfðu aldrei verið áður flutt. Þannig lét hann í fyrsta sinn leika hina guðdómlegu C-dúr hljómkviðu Schuberts, að vísu stytta, sem höf- undurinn sjálfur hafði jafnvel aldrei heyrt leikna. Þá er honum og þakkað, að verk Bachs voru endurvakin og að lokum gefin full viðurkenning. Hann 'hafði sitrax í uppvexti kynt sér og æft af alefli margar tónsmíðar Handels og eink- um þó Bachs og orðið hrifinn af ágæti þeirra. Og nokkru áður en hann fór frá Berlín — hann stóð þá á tvítugu — tók hann sig til ásamt vini sínum, merkum leikara, Devrient að nafni, og vann að þvi að koma Bachs-samsöng í fram- kvæmd. Mættu þeir í fyrstu mestu mótspyrnu, einkum hjá þeim, sem helst réðu þá í music-lífi borgarinn- ar; en þeir létu það ekki á sig fa> — klæddu sig í sérstök föt, sem þeir nefndu Bach-einkennisbúning, fóru svo sjálfir um bæinn og söfn- uðu að sér besta söngfólki, hljóð- færa meisturum og áskriftum. Byrj- uðu þeir svo af kappi að æfa Matt- heusar passíusöng Bachs, sem aldrei hafði verið æfður eða um hönd hafður eftir dauða höfundarins, en er talinn að ná hámarki allra trúar- legra tónhljóða frá öllum tímum- Tókst þetta fyrirtæki þeirra vin- anna með svo óvæntum árangri, að hundruð manna urðu frá að hverfa sem ekki fengu aðgang að stserstu sönghöll borgarinnar — þrátt fyrir kæruleysi, mótþróa og ótrú á verk- um Bachs, sem álitin voru þur og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.