Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 86
68
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
komið á leiksvið nema sá fyrsti þetta
eina kvöld í Berlín, sem áður er
sagt. Munu þau vonbrigði hafa að
einhverju leyti orðið orsök þess, að
hann tók að gefa sig að trúar- og
biblíusöngvum. í Dusseldorf byrj-
aði hann á Söngdrápunni um Pál
postula, sem sungin var þar þrem-
ur árum síðar, eða árið 1836; var
hún endurtekin víða og vann eink-
um hylli á Englandi. Tíu árum síð-
ar hafði hann fullgjört hina síðari
drápuna um spámanninn Elías. sem
hann stjórnaði og lét syngja fyrst
í Birmingham á Englandi og víðar
í sömu ferð. Er Elías talinn með því
allra besta af þeirri tegund trúar-
söngva, að undanteknum verkum
Bachs og Handels á þeirra háleit-
ustu stundum.
Hér að framan hefir aðeins verið
stiklað á nokkrum hinum stærri og
alþektustu tónsmíðum Mendels-
sohns, sem mestri hylli náðu, en
auk þeirra samdi hann kynstrin öll
af stærri og smærri lögum fyrir
fleiri eða færri hljóðfæri. Þar við
bætist aragrúi af sönglögum fyrir
flokka eða til einsöngs; mikið af
því fjölraddaða til kirkjusöngs. Af
einsöngvunum eru nú alkunnastir,
að minsta kosti hér á vestur-slóð-
um, Á söngva vœngjum, Blómsveig-
urinn, og svo Gondolasöngvarnir frá
Feneyjum, sem munu hafa orðið til
í ítalíu-ferðinni.
Mendelssohn þótti með afbrigð-
um góður leiðari söngflokka og
hljóðfærasveita, og er eiginlega tal-
inn hinn fyrsti, sem verulega leit-
aðist við að hafa áhrif á túlkun og
skilning hluttakenda á tónverkun-
um. Er sagt, að flestir fyrirrennar-
ar hans hafi látið við það sitja, að
stjórna hraða og tónfalli, og sjá um,
að allir yrðu samtaka, hver á sínu
sviði. Hann gróf úr ösku ýms merk
tónhljóð, sem fallin voru í gleymsku
eða höfðu aldrei verið áður flutt.
Þannig lét hann í fyrsta sinn leika
hina guðdómlegu C-dúr hljómkviðu
Schuberts, að vísu stytta, sem höf-
undurinn sjálfur hafði jafnvel
aldrei heyrt leikna. Þá er honum
og þakkað, að verk Bachs voru
endurvakin og að lokum gefin full
viðurkenning. Hann 'hafði sitrax í
uppvexti kynt sér og æft af alefli
margar tónsmíðar Handels og eink-
um þó Bachs og orðið hrifinn af
ágæti þeirra. Og nokkru áður en
hann fór frá Berlín — hann stóð þá
á tvítugu — tók hann sig til ásamt
vini sínum, merkum leikara,
Devrient að nafni, og vann að þvi
að koma Bachs-samsöng í fram-
kvæmd. Mættu þeir í fyrstu mestu
mótspyrnu, einkum hjá þeim, sem
helst réðu þá í music-lífi borgarinn-
ar; en þeir létu það ekki á sig fa>
— klæddu sig í sérstök föt, sem
þeir nefndu Bach-einkennisbúning,
fóru svo sjálfir um bæinn og söfn-
uðu að sér besta söngfólki, hljóð-
færa meisturum og áskriftum. Byrj-
uðu þeir svo af kappi að æfa Matt-
heusar passíusöng Bachs, sem aldrei
hafði verið æfður eða um hönd
hafður eftir dauða höfundarins, en
er talinn að ná hámarki allra trúar-
legra tónhljóða frá öllum tímum-
Tókst þetta fyrirtæki þeirra vin-
anna með svo óvæntum árangri, að
hundruð manna urðu frá að hverfa
sem ekki fengu aðgang að stserstu
sönghöll borgarinnar — þrátt fyrir
kæruleysi, mótþróa og ótrú á verk-
um Bachs, sem álitin voru þur og