Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Qupperneq 104
Eftir dúk og disk
Fáir Vestur-íslendingar hafa lif-
að litauðgara lífi en dr. Sigurður
Júlíus Jóhannesson. Hátt upp í
hálfa öld hefir hann búið á meðal
vor og ýmist eða samtímis verið
námsmaður, blaðamaður, bindindis-
postuli eða læknir og — altaf skáld.
Heyrt hefi ég og, að
fyrir eina tíð hafi
hann jafnvel verið
að hugsa um, að
verða prestur. Hvort
hann hefir þá hald-
ið, að líkamlegu
meinsemdi rnar
væru fleiri en þær
andlegu, og því gerst
læknir, skal engum
getum að leitt. En
óhætt er að full-
yrða, að í prests-
stöðunni hefðu fáir
staðið honum á
sporði fyrir sakir
mælsku hans, orð-
gnóttar og eðlilegrar
manngöfgi. Og það hygg ég, að þótt
hann, sem blaðamaður og ræðumað-
ur á almanna mótum, hafi hamrað
á efnalegri og líkamlegri velmegun
mannfélagsins frá því eða því sjónar-
miði, er við honum blasti — þá hafi
honum þó ávalt staðið hjarta nær
þroski, framför og heilbrigði manns-
andans.
Sigurður læknir, er ákafamaður
og ör í lund, og munar oft á minstu,
hvort ber hærri hlut í sál hans —
ofurmagn tilfinninganna eða róleg
yfirvegun. Það eina, sem þungt er
í vöfum honum viðvíkjandi, er
nafnið. Forsjóninni og foreldrum
hans, sem gáfu honum þetta langa
nafn, hefir víst ekki dottið til hugar,
að kunningjum hans og vinuxn
myndi þykja það of
tafsamt í framburði.
Þessvegna var það
alsiða hér fyrir eina
tíð, að kalla hann
bara Sigga Júl.
Fyrir skemstu, eða
nákvæmara sagt, 9.
janúar 1948, átti
Sigurður áttatíu ára
afmæli, og var hon-
um að verðugu hald-
ið fjölmennt gleði-
mót í Fyrstu Lút-
ersku kirkjunni her
í bænum undir
stjórn og að tilhlut-
un Þjóðræknisfélags
ins. Er nánar frá þvl
öllu skýrt í vikublöðunum, og verð-
ur ekkert af því endurtekið hér.
í sjálfu sér varðar hár aldur ekki
ævinlega mestu; margur þrítugur
hefir fallið að velli og skilið heim-
inum eftir meiri verðmæti, en sUlT1
ir áttræðir, sem alla ævi hafa ven
að “fljóta sofandi að feigðar ósi’•
þegar saman fara fjölþættar gáfur>
vakandi áhugi, góður vilji, óþrey
andi starfskraftar og langir lífdag
ar, víkur alt öðruvísi við; og Sigur