Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1947, Síða 108
90
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þeir dr. Richard Beck, fyrverandi for-
seti, séra Halldór E. Johnson, skrifari fé-
lagsins, og Gunnar Erlendsson, sem var
söngstjéri fararinnar. Skrifarinn, séra
Halldór, hefir skrifatS glögga og skemti-
lega frásögu um þessa ferÖ í Heims-
kringlu; skal ég þvi ekki fara út í þaS
mál umfram þaö, aÖ segja aÍS oss var
tekiö frábœrilega vel alstaöar. Tvœr sam-
komur voru haldnar, sú fyrri á Hayland
Hall, 17. september, og á Lundar næsta
dag. Á Hayland Hall innrituöust 23 nýir
meölimir í félagið, og tjáöu sig reiðubúna
að mynda þar deild, en á Lundar var deild
mynduð meÖ 34 meölimum, og mun sú
tala hafa aukist nokkuð síöan fyrir
ötula framgöngu skrifara sem var kos-
inn formaður deildarinnar.
Að ööru leyti en þessu mun tala deilda
standa I staö frá þvl sem var fyrir ári
síðan, en um starfsemi þeirra munu
skýrslur þær, sem væntanlega veröa
bornar fram á þinginu, bera vott.
Útbreiðslumál — Fræðslumál
AðalstoÖirnar, sem standa undir félags-
skap vorum í nútiÖ og framtlð, eru tvö
mál: útbreiðslumálin og fræðslumálin.
Þau standa svo þétt saman og eru svo
náskyld að erfitt er að greina á milli
þeirra. Það kemur ekki að tilætluðum not-
um að ferðast um bygðir og stofna deild-
ir nema að eitthvað komi á eftir, nema
fræðsla fylgi. Ekki er heldur hægt
að stofna deildir nema á undan
fari nokkur upplýsingarstarfsemi. —
Tilgangur þess að mynda deildir,
er að sjálfsögðu sá, að þær beiti sér
fyrir fræðslustarfseminni hver I sinni
sveit. petta hafa þær líka gert eftir bestu
getu með stofnun og viðhaldi íslensku
skólanna, með samkomuhöldum og á ann-
an hátt. En eins og á stendur hjá oss, þar
sem allir embættismenn félagsins eru
störfum hlaðnir, er þess ekki að vænta
að stjórnarnefndin geti haft veruleg af-
skifti af fræðslustarfsemi deilda félagsins.
Það er ljóst, af ýmsum ummerkjum, að
deildirnar eiga I þessum efnum við mikla
og vaxandi erfiðleika að strlða. Kemur
þetta einna ljósast fram I sambandi við
laugardagsskólana. Þeir eru sumstaðar á
fallanda fæti, annarstaðar eru þeir hætt-
ir starfrækslu, og þar sem þeir enn eru
starfandi, eru þeir ekki sóttir neitt nálægt
því sem vera ætti. Svo er það til dæmis
hér I Winnipeg, og nýtur þó skóli vor hér
ágætra kenslukrafta eins og á fyrri árum
undir stjórn frú Ingibjargar Jónsson. —
Stjórnarnefndin hefir ekki horft blindum
augum á þessar kringumstæður. Hénni er
það ljóst að þessi mál eru hjartapunkt-
urinn I starfi voru og framtíð félagsins.
Hefir stjórnarnefndin rætt þetta itarlega
á fundum slnum og komist að þeirri nið-
urstöðu að óumflýjanlegt sé að félagið
ráði fræðslumálastjóra með fullum laun-
um, fyrir a. m. k. þriggja mánaða bil ár
hvert og helst fyrir alt árið. Hugmyndin
er að sú persóna, sem til þessa starfs
kynni að veljast, ferðist um bygðirnar,
hjálpi til með kennaraval, og skipulagn-
ingu á skólunum, og annist önnur
fræðslustörf, eftir því sem ástæður leyfa.
Vil ég nú benda þinginu á þetta mál, sem
eitt hið þýðingarmesta, sem til umræðu
kann að koma hjá oss nú. Eg get ekki
betur séð, en að I meðferð þingsins á
fræðslu- og útbreiðslumálunum felist
svar vort við spurningunni: Eigum vér að
hætta við, eða að halda áfram að vera ís-
lendingar I þessu landi?
1 sambandi við fræðslumálin vil ég geta
um nýja aðferð, sem nú er farin að tíðk-
ast 1 ýmsum háskólum og öðrum menta-
stofnunum I sambandi við kenslu og nám
tungumála. Á ég þar við “Linguaphone
for Languages’’ námskeið. Þessi nýja að-
ferð er í þvl fólgin að lcenna málin með
grammofónplötum, sem færustu mái-
snillingar hinna ýmsu landa tala I. pannig
löguð námskeið hafa nú verið undirbúin
I flestum aðal tungumálum Evrópu, °&
þykja hafa gefist vel. Hugmyndin um aS
fá sllka tilraun gerða með íslensku, vakn-
aði hjá mér við það að hlusta á “óðinn ti
ársins 1944”, sem Eggert Stefánsson
söngvari flutti, er hann var hér yestra, og
talaði seinna inn I hljómplötu I Ne'v
York. Fer þar saman snildarlegt mál
framburður. Hefi ég séð þess geti'ð að Þees
plata sé nú notuð I ýmsum skólum á s
landi til að kenna börnum og unglingnú1
framburð móðurmálsins. Eg gerði
spurn I Montreal, þar sem “Linguophon
Institute of Canada’’ hefir bækistöðva
sínar, hvort kostur mundi á að fá ltenS„u
í Islensku tekna upp á plötur. Þeir yísU
mér til London. En í millitiðinni frétt ^
að þetta námskeið væri vel á veg 'c°nll^e
Stefán Einarson, prófessor I ’Ba'nirn°r(l.
hefir verið að vinna að þessu með fieirngt_
Kvað nú vera búið að tala á flestar P ^
urnar, eitthvað um 30 að tölu. Hefir
verk verið leyst af hendi af stérstb ^
fagmönnum á íslandi, og svo prð e
Stefáni sjálfum. Nú hvað vera eftirext.
semja málfræðilegar skýringar við e