Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 17
Um femíníska gagnrýni á kanónu og menningu heimspekinnar
15
við eigin hefð sem femínísk heimspeki beinir gagnrýnum sjónum að. Það sést best
á því að margt framsækið í femínisma kemur fram innan heimspeki og margt
nýstárlegt og frjótt innan heimspeki á sér rætur í femínískri gagnrýni og þarf þá
ekki annað en að minna á rit Johns Stuarts Mill, Simone de Beauvoir, og nú á
síðari árum skrif Judith Butler, Luce Irigaray og Mörthu Nussbaum. Þótt femín-
ismi eigi sér merka fulltrúa frá fýrri tímum heimspekinnar er það einkum á
undanförnum fjórum áratugum sem femínísk heimspeki hefur þróast sem undir-
grein heimspekinnar. A Islandi er femínísk heimspeki enn yngri grein og því full
ástæða til að kynna helstu viðfangsefni hennar.3 Slíkt yfirlit getur ekki orðið annað
en ágripskennt og er ætlunin hér að grípa niður á þremur stöðum í þeim tilgangi
að vekja til umhugsunar og hvetja til frekari umræðu og rannsókna á þessu sviði
hér á landi.
Áður en lengra er haldið er vert er að geta þess að femínísk gagnrýni á hina
vestrænu hefð heimspekinnar hefor einnig leitt til umræðu um útilokun eða jaðar-
stöðu heimspeki annarra menningarheima og minnihlutahópa innan vestrænnar
heimspeki. Það hefor t.d. sýnt sig að kenningar heimspekinga fyrri tíma um konur
og kvenleika eiga margt sameiginlegt með kenningum þeirra um aðra kynþætti
en þeirra eigin, en hér gefst ekki ráðrúm til að gera frekari grein fyrir slíkum rann-
sóknum.4 Ekki verður heldur gerð grein fýrir gagnrýni á heimspeki út frá hug-
myndum um fötlun, en heimspeki fötlunar hefor einnig varpað athyglisverðu ljósi
á eitt og annað í hugmyndum vestrænnar heimspeki um mannlega getu og tak-
markanir.5
Eftirfarandi umfjöllun um femínískra gagnrýni heimspekihefðarinnar hefst á
nokkrum orðum um gagnrýni á kanónu, þ.e. viðtekin reglurit, heimspekinnar. I
annan stað verður lýst nokkrum meginþáttum femínískrar heimspeki eins og hún
hefor þróast á undanförnum áratugum. Að lokum verður rædd nýleg umfjöllun
um þá menningu sem ríkir innan heimspeki sem vísindagreinar. Reifoð verða skrif
þriggja heimspekinga, þeirra Michelle Le Doeuff, Sally Haslanger og Mörthu
Nussbaum um stöðu kvenna og annarra minnihlutahópa innan heimspekihefðar-
innar og heimspekideilda nú á dögum. Heimspekin er löngu orðin stofhanavædd
grein.6 Umgjörð hennar eru heimspekideildir og rannsóknastofnanir innan há-
skóla, fagtímarit, bókaútgáfor, ráðstefnur og þær hefðir og það andrúmsloft sem
einkennir þá stofnun sem heimspekin er. I ljósi þessa er vert að rýna lítillega í
stofnanaumhverfi heimspekinnar.
3 Til frekari kynningar á femínískri heimspeki hér á landi sjá eftirfarandi skrif mín, Kvenna
megin (2001); „Um meintan dauða femínismans“ (2002); „Er Mill róttækur femínisti?“
(2007); „Gagnrýni Nietzsches á platonska frumspekihefð í ljósi tvíhyggju kynjanna” (2007)
og grein Salvarar Nordal, „Um hjónaband og rót misréttis" (2007).
4 Sjá t.d. Lucius Outlaw, On Race and Philosophy (London: Routledge, 1996).
5 Sjá fróðlega samantekt um tengsl femínískrar heimspeki og heimspeki fotlunar, „Feminist
Perspectives on Disability“, á vef Stanford Encyclopedia of Philosophy, http://plato.
stanford.edu/entries/feminism-disability/.
6 Sbr. Pierre Bourdieu, „'lhe philosophical institution“, í Alan Montefiori (ritstj.): Philosophy
in France Today (Cambridge: Cambridge University Press, 1983), 1-8.