Hugur - 01.06.2009, Side 20

Hugur - 01.06.2009, Side 20
18 Sigríður Þorgeirsdóttir úreltar kenningar fortíðarinnar, því þeir eigi heldur að kryfja vandamál sem eru efst á baugi í samtímanum. Mér virðist sem svipað hafi gilt um afstöðu heimspekinga til kynþáttar, og var t.d. ekki fjallað að ráði um þjóðernishyggju Heideggers í námskeiðum um verk hans við háskólann minn í Berlín fyrr en með útkomu bókar Victors Farias um Heidegger og þjóðernissósíalismann (Farias 1991). Femínísk heimspeki andmælti slíku viðhorfi. Astæðan er ekki einungis þau gífurlegu mótandi áhrif sem kvenfyrirlitningarhefðin hefur haft í sögu menningar okkar, en margir heimspekingar endurspegluðu hana og færðu rök fyrir henni. Ástæðan er ekki síður heimspekileg og það er þungvægari ástæða. Sú kynjatví- hyggja sem hefur einkennt verk margra heimspekinga er ekki eitthvað sem hægt er að líta fram hjá vegna þess að hún er iðulega liður í hugsanakerfi viðkomandi heimspekinga og mótar hugmyndir þeirra um eftirsóknarverða og síður æskilega eiginleika mannverunnar. Afhjúpun femínískra heimspekinga á kvenfjandsemi varpar þess vegna ljósi á einsleitan mannskilning innan heimspekinnar. Vitundar- leysi um þetta er nógu slæmt, en verra er þegar enn er hugsað um manninn á forsendum slíks skilnings. Hin hefðbundna kynjatvíhyggja, þ.e. gamalgrónar heimspekiklisjur um kynjamismun, endurómar í öðrum tvenndarpörum heim- spekinnar. Fyrir vikið höfum við búið við tvíhyggju innan heimspekinnar sem hefur ekki aðeins litað viðhorf okkar til kynjanna og hlutverka þeirra. Tvíhyggjan gegnsýrði hugmyndir heimspekinga um samband vitsmuna og tilfinninga, líkama og sálar, náttúru og menningar, hlutlægni og huglægni. Hún fól í sér stigskiptingu sem gerði þeirri hlið hugtakaparsins sem var tengd hinu karllega hátt undir höfði en gerði lítið úr þeirri hlið sem var tengd hinu kvenlega. Afleiðingin var sú að kenningar heimspekinga um þekkingarveruna, siðaveruna eða athafnaveruna voru iðulega einsleitar. Með því að skilja vitsmuni sem andstæðu tilfinninga fékkst skert sýn á hið vitsmunalega; með því að líta, að hætti Descartes, svo á að vitsmunir væru aftengdir hinu h'kamlega glataði hugtakið um þekkingarveruna rótfestu sinni í samfélagi, timabili, aðstæðum og lífinu sjálfu. Bók Genevieve Lloyd um Mann skynseminnar, bók Susan Bordo um Flóttann til hlutlægninnar og bók Susan Moller Okin um Konur í vestrænni stjórnspeki hafa verið afgerandi fyrir þessa gagnrýnu sýn á helstu kenningar og kenningasmiði heimspekinnar.12 Áður en lengra er haldið er vert að hafa í huga að kvenheimspekingar fyrri tíma voru oft ekki gagnrýnir á hina karllægu hefð heimspekinnar, enda hafa lýðræðis- og kvenfrelsisbyltingar 19. og 20. aldar átt stærstan þátt í vexti femínískrar gagn- rýni innan heimspeki. Karlleg kerfi, eins og heimspekin hefur verið, hafa oftast átt sér samverkamenn úr röðum kvenna til að viðhalda ríkjandi hugmyndakerfi. Einnig verður að halda því til skila að í heimspeki samtfmans er það ekki nema 12 Genevieve Lloyd, The Man of Reason (1984); Susan Bordo, The Flight to Objectivity. Essays on Cartesianism and Culture (1987); Susan Moller Okin, Women in Western Political Thought (1979). I greinasafni mínu Kvenna megin (2001) er einnig að finna greinar um kynjatvíhyggju heimspekinnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.