Hugur - 01.06.2009, Síða 37

Hugur - 01.06.2009, Síða 37
Fósturgreiningar 35 að maður lætur sig manneskjuna varða. Maður rerhana og birtir í verkinu mennsku hennar óháð því hver á í hlut. Sinnir henni, en dæmir hana ekki. I flóknum heimi nútímans er enn þarfara en áður að minna á þessa sterku hefð sem fylgt hefur þeim sem sinna sjúkum, það er að spyrja ekki: „Hver ert þú?“ eða: „Átt þú skilið að ég geri eitthvað fyrir þig?“. I dag er sama hugsun orðuð þannig í i. grein siðareglna Læknafélags Islands: Lækni ber að virða mannslíf og mannhelgi. Læknir skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varðveita heilsu sína og sjúkum til að öðlast heilbrigði að nýju. Læknir skal rækja starf sitt af vandvirkni og samviskusemi án tillits til eigin hagsmuna, persónulegra skoðana, sljórnmála, þjóðernis, trúarbragða, kynþátta, kynferðis, kynhneigðar eða annarra utanaðkomandi áhrifa.15 Þar sem þetta birtist með svo skýrum hætti í siðareglum lækna sjáum við að hlut- verk þeirra var og er að lækna og h'kna en dæma ekki. Hin síðari hefð, sem birtist þegar við skoðum það sem Jonsen kallar fornleifa- fræði læknisfræðinnar, eru hin grísku áhrif, sem rekja má til hugmynda þeirra sem kenndir eru við „föður læknisfræðinnar", Hippokrates. Einkum má nefna þrjú atriði sem orðið hafa til þess að telja hann og hugmyndir sem við hann eru kennd- ar upphaf nútíma læknisfræði.16 Má þar fyrst nefna að ekki er gert ráð fyrir að guðlegt eða yfirnáttúrulegt afl hafi áhrif á sjúkdóma og lækningu. Hugmyndir hinnar hippokratísku læknisfræði fólu í sér að læknirinn væri mannlegur og sjúk- dómurinn náttúrulegur. Hann var hluti af eðlilegu ferli orsaka og afleiðinga. Lækningin var þá einnig eðlilegt ferh náttúrunnar. Mikilvægt var fyrir lækninn að reiða sig á skynsemi sína og beita skynjun sinni til að lýsa sjúkdómnum. Á þann hátt mátti skilja sjúkdóminn, greina ferli hans og leita leiða til að lækna hann. Með þessum hugmyndum leggur Hippokrates grunninn að læknisfræði sem raunvísindum.17 Læknirinn varð þó alltaf að h'ta á hvert einstakt tilfelli og meta það sérstaklega, því hver einstaklingur gat brugðist við á sinn einstaka hátt.lS Læknisfræðin í skilningi Hippokratesar var því ekki einvörðungu fræðileg, hún krafðist innsæis og var ekki á allra færi að höndla. Hún var hst.19 15 Siðareglur Læknafe/ags Is/ands, útgefnar í júní 2006 (http://www.lis.is/Items/Default. aspx?b=i2), sótt 20. júlí 2009. 16 Sherwin B. Nuland, Doctors: The Biography of Medicine, New York: Vintage Books, 1995, s. 3-30. 17 Sama rit, s. 15. 18 Sjá nánar í Valdemar Steffensen, Hippoirates: Faðir lœinislistarinnar. Saga hans og Hippokrat- isiu læknislistarinnar ásamt pýðingum á víð og dreif úr ritum hans, Akureyri: Bókaútgáfan Norðri, 1946, s. 16-17. 19 Á Grikklandi voru helstir læknaskólarnir Kos og Knidos. Báðir voru merkir skólar. Má segja að Kos-skólinn hafi litið á læknisfræðina sem listgrein (ars medicd), þurfti þar læknirinn að hafa hvort tveggja, áskapaða hæfileika og góða menntun. Þar var mikilsverðast að koma sjúklingnum til heilsu. Knidos-skólinn lagði áherslu á læknisfræðina sem vísindi (scientia medica). Vildu þeir gera nákvæmt fræðilegt kerfi um sjúkdóma og byggja alla meðferð á því. Þar sem læknisfræði var fyrst og fremst fræðigrein þurfti eklu meðfædda hæfileika til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.