Hugur - 01.06.2009, Síða 59

Hugur - 01.06.2009, Síða 59
Fðlkstegundir 57 Veiting kyns og kynferðis Vindum okkur nú í að sjá hvernig hægt er að nota hugmyndina um veitta eigin- leika til að færa rök fyrir því að ákveðin fólkstegund sé félagsgerð. Sem dæmi æda ég að taka eigin tillögur um kynferði og kyn. Eg held því fram að hvort tveggja séu veittir eiginleikar, en ekki náttúrulegir, en að þeir séu veittir á ólíka vegu. Veiting kynferðis Síðan bók Simone de Beauvoir, Hittkynið,7 kom út er algengt að gera greinarmun á kyni (karlkyn/kvenkyn) og kynferði (karlmenn/konur). De Beauvoir sagði, sem frægt hefur orðið, að við fæðumst ekki konur, heldur verðum konur og er þetta túlkað sem svo að við fæðingu séum við þegar af einhverju kyni en ekki sé sömu sögu að segja um kynferðið. Það tökum við smám saman á okkur eftir því sem við vöxum úr grasi. Samkvæmt þessum beauvoirísku hugmyndum er kyn eitthvað h'ffræðilegt og óháð manneskjunni og samfélagi hennar, en kynferði er samfélags- gert. Þetta kristaUast í kjörorðunum: „kynferði er hin félagslega túlkun á kyni“. I gegnum tíðina hafa í mörgum samfélögum verið til hópar fólks sem hafa gegnt annarri stöðu í samfélaginu en kynstaða þeirra segir til um.Til dæmis hafa prestar og aðrir trúarleiðtogar gjarnan staðið utan við þann hluta samfélagsins sem giftir sig og eignast börn og í mörgum samfélögum hefur mátt finna þriðja eða fjórða kynferði og kynhlutverk. Dæmi um þetta eru geldingar og berdakkar (e. berdache).8 Það eru því mörg söguleg dæmi um það að kyn og kynferði fari ekki endilega saman, sem rennir stoðum undir þá kenningu að kynferði sé veittur eiginleiki. Hér legg ég til að við útfærum það hvað það er fyrir kynferði að vera félagsgert með því að segja að kynferði sé veittur eiginleiki á þann hátt sem ég geri nánar grein fyrir hér á eftir. Ég tel að kynferði sé afar háð aðstæðum og að sama mann- eskjan geti talist til eins kynferðis í ákveðnum hópi við ákveðnar aðstæður, en annars í öðrum hópi við aðrar aðstæður. Það er algengt að ætla að saman fari kynstaða, kynhneigð, kynhlutverk, æxlun- arhlutverk, útht og hegðan, svo ekki séu nefndir sálfræðilegir eiginleikar og hæfi- leikar af ýmsu tagi, þannig að ef við flokkum fólk með eitt af þessu sem viðmið komi í ljós að fólkið hafi hina eiginleikana líka. Þá má líta svo á að kvenfrelsis- barátta og barátta samkynhneigðra og annarra sem telja sig „hinsegin“ að ein- hverju leyti hafi snúist um að benda á að þessir eiginleikar fari ekki alltaf saman. Og nú er svo komið að það getur verið heilmikill íjölbreytileiki í því hvaða kyn- ferði ein ákveðin manneskja tilheyrir eftir því hverjar aðstæður eru. Ég held að það sé tilkomið af því að það fari eftir aðstæðum hvaða viðmið eru höfð í huga þegar kynfcrði er veitt. Við sumar aðstæður er það meint kynstaða sem skiptir máli, við aðrar ef til vill kynhneigð, og þannig má áfram telja. Og sama manneskjan getur litið út fyrir að hafa ákveðna kynstöðu en alls ekki litið út fyrir að ganga í ákveðin 7 Simone de Beauvoir, Le Deuxiéme Sexe (París: Librairie Gallimard, 1949). 8 Berdakkar voru karlkyns indjánar á Flórídasvæðinu þegar Evrópubúar komu þangað sem klæddust eins og konur og gengu inn í kvenhlutverk. Sjá t.d. TbirdSex, Ihird Gender: Beyond Sexual Dimorphism in Culture and History (New York: Zone Books, 1996)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.